04.09.2012 - 13:32 | bb.is
Kristján Davíðsson: - Á 66 ára gömlum Willy‘s jeppa
„Hann kom í kassa, húslaus og dekkjalaus. Þessi blæja er saumuð á upphaflegu blæjuna," segir Dýrfirðingurinn brottflutti, Kristján Davíðsson eigandi 1946 árgerðar af Willy‘s jeppa, sem lét sjá sig í rigningarsuddanum á Ísafirði í gær.
Kristján er á leið með bílinn frá Þingeyri á landbúnaðarsýninguna á Hvanneyri en þar ræður ríkjum Dýrfirðingurinn Bjarni Guðmundsson.
Bíllinn var upphaflega í eigu afa Kristjáns og einn af fyrstu bílunum í Dýrafirði.
Kristján er á leið með bílinn frá Þingeyri á landbúnaðarsýninguna á Hvanneyri en þar ræður ríkjum Dýrfirðingurinn Bjarni Guðmundsson.
Bíllinn var upphaflega í eigu afa Kristjáns og einn af fyrstu bílunum í Dýrafirði.