08.10.2012 - 07:16 | BIB
Svalandi ferðir á Suðurland
Dýrfirðingurinn Páll S. Elíasson er reglulegur gestur á Suðurlandi því hann kemur tvær ferðir í hverri viku með Coca Cola og svalar þorsta þeirra Sunnlendinga sem eru fyrir kókið.
Páll hefur starfað sem bílstjóri hjá Vífilfelli frá því í september 1991 og kemur alla þriðjudaga og föstudaga á Suðurland.
Kastar hann yfirleitt glaðlegri kveðju á þá Vestfirðinga sem á vegi hans verða í þessum ferðum og er honum og brosinu tekið fagnandi.