A A A
  • 2010 - Alexandra Líf Bjarnadóttir
09.05.2011 - 16:20 | JÓH

Vorhreinsun í gćr

Frá Ţingeyri í gćr.
Frá Ţingeyri í gćr.
Íbúasamtökin Átak blésu til árlegrar vorhreinsunar á Þingeyri í gær. Það er óhætt að segja að þátttaka hafi verið mjög góð því hvert sem var litið, var fólk að taka til og sinna görðunum sínum. Margir nýttu tækifærið og klipptu trén sín enda sáu Íbúasamtökin um að hirða allan garðaúrgang í lok dags. Í lok hreinsunarátaksins var grillað á Víkingasvæðinu.


05.05.2011 - 12:42 | Tilkynning

Dagur harmonikkunnar

Harmonikkukarlarnir. Mynd: Páll Önundarson
Harmonikkukarlarnir. Mynd: Páll Önundarson
Höldum upp á harmonikkudaginn, sunnudaginn 8. maí, í félagsheimilinu á Þingeyri. Harmonikkutónar, fiðlutónar, ásamt aðstoðarhljóðfæraleikurum. Kvenfélagskonur verða með kaffi og rjómavöfflur á vægu verði. Dagskráin hefst kl. 15:00 og stendur til 17:00. Aðgangur ókeypis, allir velkomnir.
Hlökkum til að sjá ykkur!
Harmonikkukarlarnir Lóa og Líni.
04.05.2011 - 23:08 | Tilkynning

Frćđsluerindi um rćktun ávaxtatrjáa

Perutré
Perutré
Við minnum á fræðsluerindi Jóns Guðmunssonar, garðyrkjufræðings á Akranesi, um ræktun ávaxtatrjáa við íslenskar aðstæður laugardaginn 7. maí í félagsheimilinu á Þingeyri. Fræðsluerindið hefst kl 16:00 og aðgangseyrir er 2000 kr. - í seðlum. Áhugasömum er bent á að skrá sig í síma 893-1065 eða senda boð á póstfangið: skjolskogar@skjolskogar.is
Skógræktarfélag Dýrafjarðar
04.05.2011 - 22:47 | Tilkynning

Karlakórinn Ernir í Salnum, Kópavogi

Karlakórinn Ernir
Karlakórinn Ernir
Karlakórinn Ernir heldur tónleika í Salnum í Kópavogi næstkomandi laugardag. Tónleikarnir hefst kl. 17:30 og er efnisskráin fjölbreytt að vanda. Stjórnandi kórsins er Beáta Joó og undirleikari er Margrét Gunnarsdóttir. Hægt er að kaupa miða á tónleikana á www.salurinn.is.
03.05.2011 - 23:43 | Tilkynning

Sumarskemmtun á Ţingeyri

DJ Óli Geir og Haffi Haff halda uppi fjörinu á föstudagskvöld. Myndir eru frá Facebook-síđum tónlistarmannanna.
DJ Óli Geir og Haffi Haff halda uppi fjörinu á föstudagskvöld. Myndir eru frá Facebook-síđum tónlistarmannanna.
Félagsmiðstöðvar Ísafjarðarbæjar ásamt félagsmiðstöðinni í Bolungarvík ætla að gera sér glaðan dag á Þingeyri næstkomandi föstudag. Dagskráin hefst klukkan 16:00 í Félagsheimilinu á Þingeyri, þar sem fram fer spurningakeppni í anda Gettu betur og Útsvars. Hver byggðarkjarni sendir frá sér eitt lið, en auk þess munu kennarar tefla fram einu liði. Öllum er frjálst að mæta á spurningakeppnina, en miðaverð á hana er 500kr. fyrir 16 ára og eldri og hvetjum við sem flesta til að mæta og skemmta sér með okkur.

Eftir keppnina hefst svo dagskrá sem er einungis ætluð unglingum í 8-10. bekk (7. bekkur í Grunnskólanum á Þingeyri fær að vera með) og lýkur kvöldinu með stærsta balli vetrarins þar sem að DJ Óli Geir & Haffi Haff munu trylla lýðinn fram eftir kvöldi...

...
Meira
03.05.2011 - 23:30 | Tilkynning

Íbúđaskipti á Vestfjörđum

Hjón með tvö börn á aldrinum 7 og 9 ára óska eftir íbúðaskiptum á Vestfjörðum við íbúð í vesturbæ Reykjavíkur, dagana 3.- 13 júní (má vera skemmri tími).  Frekari  upplýsingar fást hjá Andra í síma 8965711, andripp@gmail.com
Veitingahorniđ. Mynd: JÓH
Veitingahorniđ. Mynd: JÓH
Stuttmyndin Lýður var frumsýnd á Veitingahorninu á skírdag. Myndin er útskriftarverkefni Gests Vals Svanssonar og var meðal annars valin besta útskriftarmyndin úr Kvikmyndaskóla Íslands vorið 2010. Myndin fjallar um útrásarvíkinginn Lýð og hremmingarnar sem hann lendir í þegar hann ætlar að stinga af frá Íslandi. Með aðalhlutverk í myndinni fara Sveinn Þ. Geirsson, Steinn Ármann Magnússon, Gunnar Jónsson og Ingibjörg Reynisdóttir, en leikstjórn er í höndum Gests. Hátt í 100 manns horfðu á myndina á Veitingahorninu og létu vel af, en spurningakeppnin Veistu hvað fór einnig fram sama kvöld. Að þessu sinni voru spurningarnar í höndum Dýrfirðingsins Júlíusar Arnarsonar.

28.04.2011 - 23:55 | JÓH

Vel heppnuđ víkingasýning

Víkingasafniđ. Mynd: Borgný Gunnarsdóttir
Víkingasafniđ. Mynd: Borgný Gunnarsdóttir
Víkingar á Þingeyri stóðu fyrir opnu húsi í Félagsheimilinu um páskana. Þar voru til sýnis ýmis víkingaverkfæri- og skartgripir, fatnaður, skór, hljóðfæri og vopn á borð við sverð og skildi. Þá voru einnig sett upp víkingatjöld, eldstæði og eldsmiðja. Góður rómur var gerður að sýningunni og hún var vel sótt. Borgný Gunnarsdóttir tók myndir sem má sjá hér en flestir munanna á sýningunni voru handverk Dýrfirðinga.
Eldri fćrslur
« Janúar »
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      
Jón Sigurðsson í hnotskurn

Veistu, hvílíkt afrek það var að halda úti Nýjum félagsritum í 30 ár?


Veistu, hvernig alls konar fyrirgreiðslustörf hlóðust á Jón?


Veistu, hvernig hann leysti þau af hendi og hvern þátt þau áttu í vinsældum hans með þjóðinni?


Veistu, hvenær Jón þurfti mest á fjárhagsstuðningi að halda heiman frá Íslandi?


Veistu hvernig Íslendingar og Danir brugðust þá við?

Eldri spurningar & svör