A A A
20.04.2010 - 22:54 | Tilkynning

Blakmót fjölskyldunnar 25.apríl

Blakmótiđ verđur í íţróttahúsinu á Ţingeyri 25.apríl
Blakmótiđ verđur í íţróttahúsinu á Ţingeyri 25.apríl
Blakmót fjölskyldunnar verður haldið í Íþróttahúsinu á Þingeyri sunnudaginn 25. apríl. 3-4 keppendur eru í hverju liði og einn varamaður er leyfilegur. Skylda er að liðin séu kynjaskipt, ekki er leyfilegt að lið sé skipað eingöngu körlum eða konum. Nú ætla allir að taka höndum saman og draga pabba og mömmu, ömmu og afa, frændur og frænkur og alla aðra til að mæta í fjörið sem hefst klukkan 11.00......
Meira
18.04.2010 - 09:46 | Tilkynning

Ný bók frá Vestfirska forlaginu

Hemmi Gunn valdi sögur í nýja bók frá Vestfirska forlaginu
Hemmi Gunn valdi sögur í nýja bók frá Vestfirska forlaginu
Út er komin ný bók frá Vestfirska forlaginu á Brekku í Dýrafirði, Þjóðsögur og gamanmál að vestan Úrval úr vestfirskri fyndni, 2. bók. Hemmi Gunn valdi sögurnar.

„Gálgahúmor og nokkur kaldhæðni einkennir skaplyndi og viðmót Vestfirðinga, sem gera óspart grín að sjálfum sér og bestu vinum sínum. Í því er fólgin mikil væntumþykja og mönnum hlýnar innanbrjósts þegar þeir hafa orðið illa fyrir barðinu á vinum sínum. Þeir vita þá að það er munað eftir þeim. Vestfirðingurinn er hertur af umhverfi sínu og hann hefur þraukað við óblíð kjör í hundruð ára...

...
Meira
Júlíus Arnarson mun fjalla um byggđavanda Vestfjarđa í Vísindaporti föstudaginn 16. apríl.
Júlíus Arnarson mun fjalla um byggđavanda Vestfjarđa í Vísindaporti föstudaginn 16. apríl.
Í Vísindaporti föstudaginn 16. apríl mun Júlíus Arnarson fjalla um lokaritgerð sína til BA prófs í HHS (heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði) frá Háskólanum á Bifröst, þaðan sem hann útskrifaðist árið 2008. Í ritgerðinni kannar Júlíus hver helstu vandamálin eru sem Vestfirðingar standa frammi fyrir vegna fólksfækkunar undanfarna áratugi, jafnframt því að skoða til hvaða aðgerða hafi verið gripið til að styrkja byggð á Vestfjörðum undanfarin ár. Einnig er lagt mat á hvaða verkefni séu líklegust til árangurs í framtíðinni og framtíðarhorfur á Vestfjörðum skoðaðar í samræmi við niðurstöður......
Meira
15.04.2010 - 21:45 | BB.is

Telur ađ Gamla kaupfélagiđ eigi ađ fara

Ţingeyri
Ţingeyri
Halldór Halldórsson bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar hefur óskað eftir afstöðu bæjarráðs til þess hvort ekki mega auglýsa Gamla kaupfélagshúsið á Þingeyri til sölu að nýja og/eða ganga til samninga við þá sem buðu í húsið þegar það auglýst til sölu í fyrra. Forsaga málsins er sú að þann 2009 ákvað bæjarráð að fresta því að taka afstöðu til kauptilboða í Gamla kaupfélagið á Þingeyri þar til fyrir lægi hver framtíðarstaðsetning hússins yrði. Í framhaldi af því var ákveðið að fá álit íbúasamtakanna Átaks sem töldu að húsið ætti að vera áfram á núverandi stað. Ákveðið var síðan að fara í deiliskipulagsvinnu og því frestað að taka afstöðu til tilboðanna og afstöðu íbúasamtakanna......
Meira
12.04.2010 - 23:17 | BB.is

Lóan er komin

Einn glóbrystingur hefur veriđ ađ sjást síđustu vikur í garđi í Súđavík. Mynd: Ţórđur Sigurđsson Súđavík.
Einn glóbrystingur hefur veriđ ađ sjást síđustu vikur í garđi í Súđavík. Mynd: Ţórđur Sigurđsson Súđavík.
Heiðlóan er komin til Vestfjarða. Í gær sáust nokkrar í Önundarfirði og í Dýrafirði sá Sighvatur frá Höfða í Dýrafirði þær fyrstu rétt fyrir kl. 10 í gærmorgun. Tildrur og stelkar sáust einnig í Önundarfirði í gær og ein sandlóa. Í dag voru fyrstu stelkarnir mættir til Bolungarvíkur ásamt þremur tildrum þá sáust http://nave.is/5.jpgþrír gráhegrar sátu á sjókví í Súðavík þann 10. apríl. Þá hefur Einn glóbrystingur verið að sjást síðustu vikur í Súðavík og Þórður Sigurðsson tók þessa meðfylgjandi mynd af fuglinum. Þetta kemur fram á vef Náttúrustofu Vestfjarða.
Ţingeyri
Ţingeyri
Starfshópur hefur komist að þeirri niðurstöðu að ekki sé ástæða að svo komnu máli til að fara út í samrekstur leik-og grunnskóla á Þingeyri. Á fundi fræðslunefndar Ísafjarðarbæjar var lögð fram skýrsla starfhópsins um samrekstur skólanna á Þingeyri. Fræðslunefnd Ísafjarðarbæjar þakkaði fyrir vandaða skýrslu og hvatta skólastjóra skólana til að horfa sérstaklega á markmiðssetningu með sameiningu þegar litið verður til samstarfsverkefna á næstum árum.
04.04.2010 - 21:39 | JÓH

Hildur í Söngkeppni framhaldsskólanna

Hildur Sólmundsdóttir syngur fyrir hönd FNV í Söngkeppni framhaldsskólanna
Hildur Sólmundsdóttir syngur fyrir hönd FNV í Söngkeppni framhaldsskólanna
Næstkomandi laugardag fer fram Söngkeppni framhaldsskólanna 2010 í Íþróttahöllinni á Akureyri. Meðal keppenda er Þingeyringurinn Hildur Sólmundsdóttir sem keppir fyrir Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Hún vann undankeppnina þar með laginu Anytime eftir Kelly Clarkson en Hildur gerði sjálf íslenskan texta og heitir lagið Að eilífu, ávallt. Hildur er á 3. ári í FNV og hefur tekið virkan þátt í öllu félagslífi innan skólans, m.a. í tónlistarklúbbnum og í vetur er hún gjaldkeri
Nemendafélagsins. Lokakeppnin verður sýnd beint á Stöð 2 í opinni dagskrá laugardagskvöldið 10. apríl. Hægt er að gerast aðdáandi hennar á Facebook og þar er hægt að hlusta á upptöku af æfingu á laginu og sjá myndbönd með Hildi.
04.04.2010 - 21:32 | 123.is/stormur

Fjölskyldudagur í reiđhöllinni á Söndum

Gestum var bođiđ ađ fara á hestbak í reiđhöllinni. Mynd: 123.is/stormur
Gestum var bođiđ ađ fara á hestbak í reiđhöllinni. Mynd: 123.is/stormur
Góð mæting var í reiðhöllina á Söndum á föstudaginn langa. Hestamannafélagið Stormur var með opið hús undir yfirskriftinni Fjölskyldudagur Storms, þar var gestum boðið að fara á hestbak og einnig var boðið upp á kakó og kökur gegn vægu gjaldi. Veðrið var ekki eins og best verður á kosið, frekar kalt og gekk á með snjókomu, en gestir létu það ekki aftra sér að mæta og sumir voru komnir norðan frá Ísafirði og nágrenni til að leifa börnunum að fara á hestbak......
Meira
Eldri fćrslur
« September »
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Jón Sigurðsson í hnotskurn

Veistu, hvílíkt afrek það var að halda úti Nýjum félagsritum í 30 ár?


Veistu, hvernig alls konar fyrirgreiðslustörf hlóðust á Jón?


Veistu, hvernig hann leysti þau af hendi og hvern þátt þau áttu í vinsældum hans með þjóðinni?


Veistu, hvenær Jón þurfti mest á fjárhagsstuðningi að halda heiman frá Íslandi?


Veistu hvernig Íslendingar og Danir brugðust þá við?

Eldri spurningar & svör