29.12.2012 - 13:50 | JÓH
Jólaball á morgun
Árlegt jólaball Höfrungs verður haldið í Félagsheimilinu á morgun, 30.desember kl. 16:00. Heyrst hefur að jólasveinarnir ætli að gera sér ferð í fjörðinn, og syngja og dansa í kringum jólatréð með börnunum. Að vanda verður boðið upp á heitt kakó og meðlæti. Dýrfirðingar og nærsveitamenn eru hvattir til að mæta á ballið og gleðjast saman á jólahátíðinni.