A A A
  • 1950 - Margrét Guđjónsdóttir
  • 1955 - Angantýr Valur Jónasson
01.02.2013 - 22:05 | BIB

1. febrúar - Dagur kvenfélagskonunnar

Séđ frá Bessastöđum yfir Dýrafjörđ til Haukadals.
Séđ frá Bessastöđum yfir Dýrafjörđ til Haukadals.
Dagurinn í dag, þriðjudagurinn 1. febrúar, er Dagur kvenfélagskonunnar.
1. febrúar 1930 var stofndagur Kvenfélagasambands Íslands og var formlega gerður að degi kvenfélagskonunnar árið 2010. Var það gert til að vekja athygli á miklu og óeigingjörnu starfi kvenfélagskvenna um árabil, enda löngu tímabært að kvenfélagskonur fengju sinn eigin dag á dagatalinu.

Fyrsta kvenfélag á Vestfjörðum var stofnað í Haukadal í Dýrafirði árið 1906. Fyrsta kenfélagið á Íslandi, sem var í Rípurhreppi, var stofnað 1869. 
31.01.2013 - 22:20 | bb.is

„Bókaútgáfan gefur mikla ánćgju“

Hallgrímur Sveinsson er ritstjóri Vestfirska forlagsins
Hallgrímur Sveinsson er ritstjóri Vestfirska forlagsins
« 1 af 4 »
„Einhvern veginn hefur þetta nú alltaf blessast. Ég get þó alveg sagt þér það aðal launin við þessa blessuðu bókaútgáfu er ánægjan. Á meðan fólk hefur áhuga á að kaupa bækur höfum við áhuga á að gefa þær út,“ segir Hallgrímur Sveinsson ritstjóri Vestfirska forlagsins, en forlagið gaf 22 bækur út á síðasta ári, sem verður að teljast mikið afrek fyrir litla bókaútgáfu vestur á fjörðum. Hallgrímur segir það mikilvægt að þekkja inn á viðskiptavinina, en það sé alltaf ákveðinn markhópur sem sé duglegur við að versla bækur á forlaginu.

Hallgrímur og félagar hjá Vestfirska forlaginu halda stefnu sinni ótrauðir áfram á nýju ári. ...
Meira
30.01.2013 - 13:18 | mbl.is

"Ţetta er bara hundleiđinlegt"

Mynd frá Jóhönnu Jörgensen
Mynd frá Jóhönnu Jörgensen
„Þetta er bara hundleiðinlegt. Það eru greinilega forréttindi að halda að maður eigi að hafa rafmagn allan daga og allan sólarhringinn," segir Jóhanna Gunnarsdóttir, eigandi Gistiheimilisins Veru á Þingeyri, í samtali við mbl.is en rafmagnslaust hefur verið á staðnum frá því á sunnudag og rafmagn skammtað með dísilvélum.

„Það er varaaflsstöð hér á Þingeyri sem hefur nægt okkur alveg. En ég veit ekki hvað er að gerast núna og hvers vegna við þurfum skömmtun. Venjulega þarf ekki að skammta rafmagn í þorpinu ef stöðin er bara að sinna okkur en ekki verið að flytja rafmagn eitthvað lengra," segir hún og bætir því við að nýtt sé að skammta þurfi á Þingeyri.

Jóhanna segir að þegar rafmagnið hafi farið á milli jóla og nýárs hafi verið farið út í það að skammta það rafmagn sem framleitt var með varaaflsstöðinni á Þingeyri og flytja það einnig í Önundarfjörð og á Flateyri. „Þá lentum við í skömmtun. En við höfum ekki þurft að lenda í skömmtun ef það hefur bara þurft að sinna þessu svæði hér. Þá hafa vélarnar haft undan."

Frétt tekin af mbl.is 

Gleđi í Lambhaganum á Selfossi. F.v.: Gerđur Matthíasdóttir, Jóna G. Haraldsdóttir, Ólafur Bjarnason, Kristín Friđriksdótttir og Stefán Magnússon.
Gleđi í Lambhaganum á Selfossi. F.v.: Gerđur Matthíasdóttir, Jóna G. Haraldsdóttir, Ólafur Bjarnason, Kristín Friđriksdótttir og Stefán Magnússon.
« 1 af 4 »

Dýrfirsku hjónin, Gerður Matthíasdóttir og Ólafur Bjarnason, sem búa í Lambhaga á Selfossi og hafa búið í bænum frá 1975, buðu til sólarfagnaðar að vestfirskum sið vegna hækkandi sólar og jafnframt í tilefni sigurs Íslands í Icesave-málaferlunum er lauk í morgun. Á borðum voru rjóma- og sykraðar pönnukökur ásamt sörum.

 

Til fagnaðrins var boðið Önfirðingunum á Eyrarbakka; Jónu G. Haraldsdóttur og Birni Inga Bjarnasyni sem hafa búið við Ströndina frá 1999. Sérstakir gestir voru síðan norðlensku hjónin; Stefán Magnússon, Eyfirðingur og Kristín Friðriksdóttir frá Dalvík en þau hafa búið á Selfossi frá 1959.

 
Í lokin var síðan skálað fyrir hækkandi sól og Icesavesigri.

 

27.01.2013 - 17:33 | JÓH

Ţorrablót 2013

Hið árlega þorrablót Slysavarnardeildarinnar Varnar verður haldið laugardaginn 16. febrúar í Félagsheimilinu á Þingeyri. Forsala aðgöngumiða fer fram á laugardeginum milli kl. 13-14. Borðhald hefst kl. 20:00 en húsið opnar kl. 19:30. Boðið verður upp á hlaðborð sem bræðurnir á Núpi munu sjá um. Hafi einhverjir ekki lyst á þorramat, er alveg víst að enginn fer svangur út þrátt fyrir það. Eftir borðhaldið verður dansleikur þar sem þau Halli og Þórunn munu halda uppi fjörinu. Miðaverð er það sama og undanfarin ár, krónur 6.500, innifalið í því verði er happdrættismiði og vinningarnir í því sérlega skemmtilegir og veglegir. Gengið verður í hús þegar nær dregur en einnig er hægt að skrá sig hjá Ragnari Guðmunds, Gunnlaugi Dan og Ernu.

24.01.2013 - 22:43 | KLR

Ţorrakaffi

Kvenfélagið Von ætlar að fagna Þorranum og vera með kaffihlaðborð í Félagsheimilinu klukkan 15:00 sunnudaginn 27. janúar n.k.

Lifandi tónlist mun leika um loftið og þeir sem hafa áhuga geta fengið sér snúning.
Aðgangseyrir er 1200kr fyrir fullorðna, 600kr fyrir börn á grunnskólaaldri og frítt fyrir börn á leikskólaaldri.

Hlökkum til að sjá ykkur
Kvenfélagið Von

Önfirđingafélagiđ sigrađi í fyrstu keppninni áriđ 1998. Í liđinu var Rakel Brynjólfsdóttir sem nú býr á Ţingeyri. Sigurliđiđ.  F.v.: Rakel Brynjólfsdóttir frá Vöđlum, Gísli Rúnar Gíslason frá Flateyri, Ragnheiđur Erla Bjarnadóttir stjórnandi keppninnar og Kristján Bersi Ólafsson frá Kirkjubóli í Bjarnardal.
Önfirđingafélagiđ sigrađi í fyrstu keppninni áriđ 1998. Í liđinu var Rakel Brynjólfsdóttir sem nú býr á Ţingeyri. Sigurliđiđ. F.v.: Rakel Brynjólfsdóttir frá Vöđlum, Gísli Rúnar Gíslason frá Flateyri, Ragnheiđur Erla Bjarnadóttir stjórnandi keppninnar og Kristján Bersi Ólafsson frá Kirkjubóli í Bjarnardal.
Öflugustu átthagafélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa tekið sig saman og efnt til spurningakeppni.

Alls taka 16 átthagafélög þátt í keppninni:

Árnesingafélagið - Átthagafélag Héraðsmanna - 
Átthagafélag Sléttuhrepps - Átthagafélag Strandamanna -
Barðstrendingafélagið - Breiðfirðingafélagið
Dýrfirðingafélagið - Félag Djúpmanna - Húnvetningafélagið
Norðfirðingafélagið - Siglfirðingafélagið - Skaftfellingafélagið
Stokkseyringafélagið - Súgfirðingafélagið - Vestfirðingafélagið
Önfirðingafélagið
...
Meira
Holt í Önundarfirđi.
Holt í Önundarfirđi.
« 1 af 5 »

Eins og mörg undanfarin ár mun Ingastofunefnd efna til kvöldvöku í Holti Friðarsetri á afmælisdegi Guðmundar Inga í dag 15. janúar kl. 20.
Kvöldvakan verður tileinkuð minningu Einars Odds Kristjánssonar. Þann 26. desember síðastliðin voru liðin 70 ár frá fæðingu hans. Erindi heldur Aðalsteinn Sigurgeirsson forstöðumaður á Mógilsá og mun það fjalla um skógræktarskilyrði á Vestfjörðum fram eftir 21. öld. Þá mun Hjarðardalskvartettinn syngja en hann skipa þeir bræður Jóhannes, Jón Jens, Steinþór og Hlynur Kristjánssynir. Einnig munu Söngsystur syngja en það eru þær Dagný Arnalds, Rúna Esradóttir og Arnheiður Steinþórsdóttir. Eiríkur Finnur Greipsson mun minnast Einars Odds.


Kaffi og rjómapönnukökur verða í boði Ingastofunefndar í tilefni dags og sólar.

Eldri fćrslur
« Apríl »
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30