A A A
26.04.2010 - 11:28 |

Blakmót fjölskyldunnar

Proppé fjölskyldan, sigurvegarar mótsins. Mynd: Júlíus Arnarson
Proppé fjölskyldan, sigurvegarar mótsins. Mynd: Júlíus Arnarson
Á sunnudaginn fór fram blakmót fjölskyldunnar í íþróttahúsinu á Þingeyri. Yfir 30 manns tóku þátt í mótinu og kepptu börn, allt frá 3 ára aldri, við gamla Íslandsmeistara og sýndu allir mikla takta á vellinum.

Alls voru 5 lið sem kepptu og var mikil barátta um sigurinn. Svo fór að Proppé fjölskyldan sigraði úrslitaleikinn í framlengingu.

Eftir mótið var haldin heljarinnar kaffiveisla þar sem fólk kjammsaði á heimabökuðu góðgæti og ræddi tilþrif keppninnar.

Að þessu loknu fóru keppendur í sund og létu líða úr sér mestu þreytuna í heita pottinum.

26.04.2010 - 08:21 | Tilkynning

Nıtt námskeiğ í sund erobikk ağ hefjast

Frá eróbikk námskeiği í Sundlaug Şingeyrar
Frá eróbikk námskeiği í Sundlaug Şingeyrar
Þriðjudaginn 27. apríl hefst nýtt námskeið í sunderóbikkikl. Þetta er fyrsti tíminn af 10 en námskeiðið verður á þriðjudögum kl. 17:00 og laugardögum kl. 9:00. Nú er tækifæri fyrir alla að vera með. Námskeiðsgjald er kr. 6.500 + aðgangur í laug. Kennarar eru Martin og Nadia Ashkenazy-Jones.
Námskeiðið veitir ungum jafnt sem öldnum, liðugum jafnt sem stirðum alveg frábæra hreyfingu......
Meira
Kristján Möller sprengir hér síğasta haftiğ í Bolungarvíkurgöngum.
Kristján Möller sprengir hér síğasta haftiğ í Bolungarvíkurgöngum.
Kristján L. Möller, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir það misskilning sem fram kom í vefmiðlinum bb.is að Dýrafjarðargöng hafi verið slegin af. Hið rétta sé að þeim hafi verið seinkað eins og mörgum öðrum verkum vegna niðurskurðar á fjármagni til vegagerðar á næstu árum. Þetta kemur fram í grein sem ráðherra hefur sent bb.is. Þar segir að vegna mikils niðurskurðar hafi þurft að raða á ný og nefnir hann einnig að vegna mikilla hækkana á verkefnum sem þegar er unnið að hafi þurft að veita meira fjármagni í þau. Það þýði einfaldlega að verkefni færast aftar......
Meira
22.04.2010 - 22:26 | JÓH

Arsenal klúbburinn á Veitingahorninu

Sigurğur Enoksson, formağur Arsenal klúbbsins, verğur á Veitingahorninu á laugardag.
Sigurğur Enoksson, formağur Arsenal klúbbsins, verğur á Veitingahorninu á laugardag.
Arsenal klúbburinn á Íslandi kemur í heimsókn til Þingeyrar laugardaginn 24. apríl og verður á Veitingahorninu frá kl. 16:00. Sigurður Enoksson, formaður klúbbsins, mun kynna klúbbinn og m.a. verður horft á leik Arsenal - Man.city kl. 16:30. Að auki verður hægt að kaupa pizzur milli 16 og 20.
Allir eru hvattir til að mæta, fræðast um klúbbinn og skemmta sér yfir góðum leik og góðum félagsskap!
Hægt er að fræðast um Arsenal klúbbinn á heimasíðu þeirra www.arsenalfc.is

Karlakórinn Ernir í Dırafirği
Karlakórinn Ernir í Dırafirği
Karlakórinn Ernir heldur vortónleika í Félagsheimilinu á Þingeyri annað kvöld, fimmtudaginn 22. apríl, kl. 20:00. Að vanda verður fjölbreytt og skemmtileg dagskrá en Guðrún Jónsdóttir, sópran, mun synja einsöng auk þriggja kórfélaga. Stjórnandi kórsins er Beata Joó og undirleikari er Margrét Gunnarsdóttir.

Þeir sem komast ekki á tónleikana annað kvöld fá tækifæri til að hlýða á kórinn í Safnaðarheimilinu í Bolungarvík föstudaginn 23. apríl kl. 20:00 eða í Ísafjarðarkirkju á sunnudaginn 25. apríl kl. 17:00.
Dırafjörğur
Dırafjörğur
Dýrafjarðargöng hafa verið slegin út úr fjögurra ára samgönguáætlun. „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir Vestfirðinga," segir Kristinn H. Gunnarsson, talsmaður baráttuhópsins Áfram vestur sem berst fyrir bættum samgöngum frá Bjarkalundi að Þingeyri. Það eina sem minnst er á varðandi Dýrafjarðargöng í tillögu að samgönguáætlun til ársins 2012, sem samgönguráðherra lagði fram á Alþingi í gær, er að miðað verði við að áfram verði unnið að undirbúningi við Vaðlaheiðargöng, Dýrafjarðargöng og Norðfjarðargöng. Handbært fé til þessa liðar verður 12.091 milljónir króna árið 2010, 6.925 milljónir króna árið 2011 og 6.418 milljónir króna árið 2012. „Þegar litið er til einstakra fjárveitinga hins vegar er ekki gert ráð fyrir fjármagni til ganganna og þær þúsund milljónir króna sem eyrnamerktar voru til jarðganga milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar í núgildandi vegáætlun horfnar og ekki nýttar til annarra framkvæmda á Vestfjörðum," segir Kristinn......
Meira
21.04.2010 - 19:37 | BB.is

„Ólısanleg vonbrigği“

Halldór Halldórsson
Halldór Halldórsson
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir sveitarstjórnarmenn á Vestfjörðum ekki hafa átt von á því að Dýrafjarðargöng yrðu slegin út af borðinu eins og fram kemur í tillögu að fjögurra ára samgönguáætlun. „Ég á von á því að við eigum eftir að óska eftir skýringum. Auðvitað vitum við að það er lítið til skiptanna en maður átti ekki von á að þetta yrði alveg slegið af." Halldór segist ekki hafa vitað af því að þetta yrði niðurstaðan fyrr en tillagan var lögð fram á Alþingi í gær. Hann segist vart eiga til orð til að lýsa vonbrigðum sínum. „Þetta er rúmlega 50 ára gamall vegur sem tengir saman byggðarlög á Vestfjörðum. Það er náttúrlega með ólíkindum að við skulum enn vera í þeirri stöðu að geta ekki keyrt á milli byggðarlaga og mikil vonbrigði að vita að við þurfum að bíða þetta mikið lengur."
21.04.2010 - 19:36 | BB.is

Húsakönnun gerğ á Şingeyri í ár

Şingeyri
Şingeyri
Húsakönnun verður gerð á Þingeyri í ár samhliða deiliskipulagsvinnu. Þetta kemur fram í bréfi bæjartæknifræðings Ísafjarðarbæjar til bæjarráðs um stöðu deiliskipulagsvinnu á Þingeyri. Þar kemur fram að á haustmánuðum mun umhverfisnefnd fjalla um málið á grundvelli húsakönnunar. Samkvæmt samningi sem gerður var við Landmótun er gert ráð fyrir að deiliskipulagsvinnu verði að fullu lokið í júlí 2011.

Á vef Húsafriðunarnefndar segir að bæja- og húsakönnun sé sjónlistarleg og byggingarlistarleg skoðun, greining, úttekt, mat og skráning bæjarumhverfis og einstakra bygginga og studd sagnfræðilegri könnun nauðsynlegra frumheimilda.

Eldri færslur
« September »
S M Ş M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Jón Sigurðsson í hnotskurn

Veistu, hvílíkt afrek það var að halda úti Nýjum félagsritum í 30 ár?


Veistu, hvernig alls konar fyrirgreiðslustörf hlóðust á Jón?


Veistu, hvernig hann leysti þau af hendi og hvern þátt þau áttu í vinsældum hans með þjóðinni?


Veistu, hvenær Jón þurfti mest á fjárhagsstuðningi að halda heiman frá Íslandi?


Veistu hvernig Íslendingar og Danir brugðust þá við?

Eldri spurningar & svör