03.01.2013 - 21:51 | Tilkynning
Kósýkvöld í Félagsheimilinu annað kvöld
Vaðlabandið endurtekur tónleikana frá Kósýkvöldinu í Holti í Önundarfirði, í Félagsheimilinu á Þingeyri föstudaginn 4. janúar 2013. Hljómsveitina skipa Árni Brynjólfsson, Benjamín Bent Árnason, Jón Sigurðsson, Jón Ágúst Þorsteinsson, Agnes Sólmundsdóttir og Anna Þuríður Sigurðardóttir. Spiluð verða jólalög í bland við aðra ljúfa tónlist. Húsið opnar kl. 20:00 og tónleikar hefjast kl. 20:30. Boðið verður upp á heitt súkkulaði og smákökur. Eigum saman notalega stund í lok jóla. Verð krónur 2000, miðapantanir í síma 867-9438 (Rakel) eða á gudrunbr@isafjordur.is