A A A
  • 1920 - Jón Þ Sigurðsson
  • 1940 - Edda Arnholtz
  • 1992 - Ólöf Guðbjörg Jónasdóttir
  • 2006 - Jóhann Króknes Torfason
  • 2006 - Sigríður Króknes Torfadóttir
31.01.2013 - 22:20 | bb.is

„Bókaútgáfan gefur mikla ánægju“

Hallgrímur Sveinsson er ritstjóri Vestfirska forlagsins
Hallgrímur Sveinsson er ritstjóri Vestfirska forlagsins
« 1 af 4 »
„Einhvern veginn hefur þetta nú alltaf blessast. Ég get þó alveg sagt þér það aðal launin við þessa blessuðu bókaútgáfu er ánægjan. Á meðan fólk hefur áhuga á að kaupa bækur höfum við áhuga á að gefa þær út,“ segir Hallgrímur Sveinsson ritstjóri Vestfirska forlagsins, en forlagið gaf 22 bækur út á síðasta ári, sem verður að teljast mikið afrek fyrir litla bókaútgáfu vestur á fjörðum. Hallgrímur segir það mikilvægt að þekkja inn á viðskiptavinina, en það sé alltaf ákveðinn markhópur sem sé duglegur við að versla bækur á forlaginu. Hallgrímur og félagar hjá Vestfirska forlaginu halda stefnu sinni ótrauðir áfram á nýju ári. 

Að sögn Hallgríms gekk jólabókasalan vel. Salan hafi að vanda verið jöfn og góð, en mestu seldu bækurnar voru hjólabók Ómars Smára Kristinssonar um Vesturland, og bókin Hornstrandir og Jökulfirðir, sem Hallgrímur tók sjálfur saman. „Í þeirri bók er að finna ýmislegt efni sem við höfum tekið saman í gegnum árin um þetta fallega landssvæði.“ Hallgrímur segir þriðju bókina í bókaröðinni Vestfirskar konur í blíðu og stríðu eftir Finnboga Hermannsson einnig hafa selst vel. „Svo má ekki gleyma Þrautaverkefnum fjölskyldunnar eftir Björk Gunnarsdóttur frá Bolungarvík. Sú bók var leynivopnið okkar í ár og seldist einkar vel. Einnig ber að nefna bókina Þar minnast fjöll og firðir eftir Ástvald Guðmundsson og Lýð Björnsson,“ segir Hallgrímur, en sú bók fjallar um Gufudalssveit. 

Alls gaf Vestfirska forlagið sem fyrr segir út 22 bækur á síðasta ári, sem verður að teljast mikið fyrir lítið forlag vestur á fjörðum. Aðspurður um hvernig forlagið geti reki sig af þeim mikla krafti sem það hefur gert undanfarin ár, segir Hallgrímur að ekki megi vanmeta reynsluna. „Okkar viðskiptaaðilar eru orðnir vanir okkar og við vanir þeim. Þeir borga alltaf fyrir rest,“ segir Hallgrímur og hlær. „En þetta eru engar stórar summur. Aðalatriðið er að við séum réttu megin við núllið og að við höfum gaman af þessu. Bókaútgáfan gefur okkur mikla ánægju.“ 

Ýmislegt er á döfinni hjá Vestfirska forlaginu á nýju ári. „Það er alltaf verið að biðja okkur um að gefa eitthvað út og við fáum mörg handrit send. Við þurfum að skoða það sérstaklega, en við munum annars gefa út þetta klassíska eins og Mannlíf og saga fyrir vestan og Frá Bjargtöngum að Djúpi,“ segir Hallgrímur sem telur ekki tímabært að greina frá frekari útgáfu á árinu. „En það kemur að því.
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31