Dýrfirðingafélagið tekur þátt í spurningakeppni átthagafélaga

Öflugustu átthagafélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa tekið sig saman og efnt til spurningakeppni.
Alls taka 16 átthagafélög þátt í keppninni:
Árnesingafélagið - Átthagafélag Héraðsmanna -
Átthagafélag Sléttuhrepps - Átthagafélag Strandamanna -
Barðstrendingafélagið - Breiðfirðingafélagið
Dýrfirðingafélagið - Félag Djúpmanna - Húnvetningafélagið
Norðfirðingafélagið - Siglfirðingafélagið - Skaftfellingafélagið
Stokkseyringafélagið - Súgfirðingafélagið - Vestfirðingafélagið
Önfirðingafélagið
Sú hugmynd vaknaði að endurvekja spurningakeppni átthagafélaganna sem haldin var í nokkur ár kringum aldamótin síðustu. Þar sem spurningakeppnir eru „í tísku“ núna, samanber - Útsvar - Gettu betur - og öll PubQuiz-in, gæti það verið tilvalinn vettvangur til að vekja athygli á átthagafélögunum og virkja meðlimi þeirra. Ekki síst að fá unga fólkið til að taka þátt. Hugmyndin er því að hafa keppnina létta og skemmtilega, ekki of fræðilega.
Keppnin verður haldin í Breiðfirðingabúð, hefst 28. febrúar og lýkur á síðasta vetrardag. Höfundur spurninga er Gauti Eiríksson, grunnskólakennari.
Tilkynning frá "Spurningakeppni átthagafélaganna 2013"