21.12.2014 - 20:17 | Morgunblaðið,BIB
Hafnarfjarðarkirkja Dýrfirðingsins Rögnvaldar Ólafssonar.
Hafnarfjarðarkirkja Dýrfirðingsins Rögnvaldar Óalfssonar.
Hafnarfjarðarkirkja Dýrfirðingsins Rögnvaldar Ólafssonar.
Dýrfirðingurinn frá Ytrihúsum, Rögnvaldur Ólafsson.
Öld er liðin frá því að Þórhallur Bjarnarson biskup vígði Hafnarfjarðarkirkju 4. sunnudag í aðventu 20. desember 1914. Mikil saga er að baki kirkjunnar og mannlífs í Hafnarfirði er hefur tengst henni náið. Þegar hafist var handa við byggingu Hafnarfjarðarkirkju eftir langan aðdraganda var hún reist á átta mánuðum. Það kostaði fórnir. Guðni Þorláksson yfirsmiður lagði hart að sér, veiktist og lést af lungnabólgu. Útför hans var fyrsta athöfnin sem fram fór í kirkjunni eftir vígsluna.
Dýrfirðingurinn Rögnvaldur Ólafsson, arkitekt kirkjunnar, var fyrsti menntaði íslenski húsameistarinn og vottar Guðshúsið, er gert var úr steinsteypu, sem þá var nýlunda, mikla færni hans. Kirkjan var byggð fyrir neðan Hamarinn við strönd og sjó þar sem var helsta athafnasvæðið. Hún varð strax kjarni byggðarmyndar og sem leiðarviti fyrir skip er sigldu inn í höfnina og tóku mið af kirkjuturninum.
...
Meira