02.01.2015 - 20:36 | Morgunblaðið,BIB
Kristján Bersi Ólafsson frá Kirkjubóli í Bjarnardal í Önundarfirði,
Sigurlið Önfirðingafélagsins í fyrstu Spurningakeppni átthagafélaga árið 1998 ásamt stjórnanda. F.v.: Rakel Brynjólfsdóttir frá Vöðlum, Gísli Rúnar Gíslason frá Flateyri, Ragnheiður Erla Bjarnadóttir stjórnandi keppninnar og Kristján Bersi Ólafsson frá Kirkjubóli í Bjarnardal.
Kristján Bersi fæddist í Reykjavík 2. janúar 1938. Foreldrar hans voru Ólafur Þ. Kristjánsson skólastjóri frá Kirkjubóli í Bjarnardal í Önundarfirði og Ragnhildur G. Gísladóttir húsfreyja.
Bræður Ólafs voru Halldór frá Kirkjubóli og Guðmundur Ingi, skáld á Kirkjubóli. Ólafur var sonur Kristjáns, bónda þar, bróður Guðrúnar, ömmu Gests arkitekts og Valdimars flugumferðarstjóra, föður Þórunnar, sagnfræðings og rithöfundar. Móðir Ólafs skólastjóra var Bessa, systir Friðriku, ömmu Einars Odds Kristjánssonar alþm.
...
Meira