A A A
  • 2001 - Kristján Eðvald Hákonarson
04.01.2015 - 21:05 | BIB,bb.is

Ísfirðingafélagið 70 ára

Harpan.
Harpan.
« 1 af 2 »
Sólarkaffi Ísfirðingafélagsins verður í Hörpunni, laugardaginn 31. janúar nk. Mikið verður um dýrðir að þessu sinni enda fagnar félagið 70 ára afmæli í ár. 
Ræðumaður kvöldsins verður Ísfirðingurinn Eiríkur Böðvarsson. Sunnukórinn syngur nokkur lög og Örn Árnason og Jónas Þórir eru á meðal skemmtikrafta kvöldsins. 
Veislustjóri kvöldsins verður Dagný Björk Pétursdóttir, danskennari. Þá mun hljómsveitin Grafík leika fyrir dansi....
Meira
04.01.2015 - 10:50 | BIB,Fjórðungssamband Vestfirðinga

Breytingar á stuðningi við menningu og atvinnulíf

Jón Jónsson, menningarfulltrúi Vestfjarða.
Jón Jónsson, menningarfulltrúi Vestfjarða.
« 1 af 4 »
Nú um áramótin runnu út þrír samningar sem hafa verið í gildi milli ríkisins og Fjórðungssambands Vestfirðinga; menningarsamningur, vaxtarsamningur og samningur um sóknaráætlun landshlutans. Viðræður um framhaldið hafa verið í gangi milli ríkisins og allra landshlutasamtakanna og er vilji til að gera nýjan samning til 5 ára. Af hálfu ríkisins er gengið út frá því að allir þessir samningar renni saman í einn farveg og fjármagn til þeirra verði sameinað í einn sjóð innan vébanda sóknaráætlana landshlutanna. ...
Meira
Dýrfirðingurinn Sigurður Þórðarson.
Dýrfirðingurinn Sigurður Þórðarson.
« 1 af 2 »

Eldri félagar Karlakórs Reykjavíkur fögnuðu því í morgun, laugardagin 3. janúar, að fimmtíu ár verða liðin hinn 14. október 2015 síðan Dýrfirðingurinn Sigurður Þórðarson, sem fæddur var að Gerðhömrum þann 8. apríl 1895 og bjó síðan á Söndum, stofnaði deild eldri félaga innan kórsins þann 14. október 1965.


Hittust þeir í Fossvogskirkjugarði við leiði Sigurðar, eiginkonu hans Áslaugar Sveinsdóttur frá Hvilft í Önundarfirði og tvegga barna þeirra sem dóu í æsku.  Heiðruðu þeir minningu hans og þeirra með laginu  -Ísland, Ísland eg vil syngja-  eftir Sigurð við ljóð Huldu.

...
Meira
Feðginin Helgi Árnason og Kristín Þórinn Helgadóttir.
Feðginin Helgi Árnason og Kristín Þórinn Helgadóttir.
« 1 af 4 »

Dýrfirðingurinn  Kristín Þórunn Helgadóttir á Þingeyri fékk frumkvöðlaverðlaun Ísafjarðarbæjar.
Viðurkenningin var afhent í gær, 2. janúar 2014, í Vélsmiðju Guðmundar Sigurðssonar á Þingeyri.


 Fjöruperlur dýrfirsku listakonunnar Krístínar Helgadóttur eru kannski ekki perlur í hefðbundnum skilningi heldur dýrindis skartgripir úr vestfirsku klóþangi.

...
Meira
02.01.2015 - 20:36 | Morgunblaðið,BIB

Merkir Íslendingar - Kristján Bersi Ólafsson

Kristján Bersi Ólafsson frá Kirkjubóli í Bjarnardal í Önundarfirði,
Kristján Bersi Ólafsson frá Kirkjubóli í Bjarnardal í Önundarfirði,
« 1 af 2 »
Kristján Bersi fæddist í Reykjavík 2. janúar 1938. Foreldrar hans voru Ólafur Þ. Kristjánsson skólastjóri frá Kirkjubóli í Bjarnardal í Önundarfirði og Ragnhildur G. Gísladóttir húsfreyja.

Bræður Ólafs voru Halldór frá Kirkjubóli og Guðmundur Ingi, skáld á Kirkjubóli. Ólafur var sonur Kristjáns, bónda þar, bróður Guðrúnar, ömmu Gests arkitekts og Valdimars flugumferðarstjóra, föður Þórunnar, sagnfræðings og rithöfundar. Móðir Ólafs skólastjóra var Bessa, systir Friðriku, ömmu Einars Odds Kristjánssonar alþm.

...
Meira
02.01.2015 - 13:07 | Morgunblaðið,BIB

Jón Gnarr er 48 ára í dag - 2. janúar 2015

Borgarskáldið Tómas Guðmundsson og Jón Gnarr f.v. borgarstjóri. Framan við Tjarnargötu 33 sem Dýrfirðingurinn Rögnvaldur Ólafsson teiknaði fyrir Hannes Hafstein. Ljósm.: Fréttablaðið.
Borgarskáldið Tómas Guðmundsson og Jón Gnarr f.v. borgarstjóri. Framan við Tjarnargötu 33 sem Dýrfirðingurinn Rögnvaldur Ólafsson teiknaði fyrir Hannes Hafstein. Ljósm.: Fréttablaðið.
« 1 af 2 »

 


Jón Gnarr situr við skriftir þessa dagana en hann er að vinna að sinni þriðju og síðustu bók um æskuár sín. Þær fyrri voru Indjáninn og Sjóræninginn en sú þriðja, Útlaginn, kemur út fyrir næstu jól og fjallar um árin frá 13, 14 ára aldri og til tvítugs. „Þetta eru sorglegir gamanþættir sem fjalla um íslenska stjórnkerfið en mér hefur fundist vanta sjónvarpsþætti um það. Vinnuheitið er Borgarstjórinn og fjallar um borgarstjórann í Reykjavík. Þetta er 10 þátta sería sem er framleidd er af RVK Studios. Vinnan gengur vel en ég skrifa handritið ásamt fleirum, m.a. Pétri Jóhanni Sigfússyni en planið er að hann leiki aðstoðarmann borgarstjórans sem er kannski stærsta hlutverkið í seríunni.“





...
Meira
02.01.2015 - 10:10 | Vestfirska forlagið,BIB

Bjarni Guðmundsson: - Prestur hverfur á leið til kirkju á nýársdag

Bjarni Guðmundsson.
Bjarni Guðmundsson.
« 1 af 4 »

Slysið undir Eyrarófæru í Dýrafirði 1. janúar 1943


Undir hið forna Sandaprestakall í Dýrafirði heyrðu lengi vel tvær kirkjur: Að Söndum, síðar á Þingeyri, og að Hrauni í Keldudal. Hraun var annexían og þangað var erfið sóknarleið, tiltekið á milli bæjanna Sveinseyrar og Arnarnúps, þar sem um Eyrarófæru var að fara og um aðrar brattar skriður undir hamrahvössum Arnarnúpnum. Leiðin var rudd gangandi fólki og hana mátti fara með reið- og reiðingshesta í öllu sæmilegu færi. Á vetrum var leiðin hins vegar viðsjárverð svo sem nærri má geta. Undrafáar sagnir eru þó um slysfarir á þessum slóðum.

...
Meira
30.12.2014 - 20:22 | BIB,skutull.is

Sýningamet hjá Kómedíuleikhúsinu árið 2014

Tengdasonur Dýrafjarðar; Elfar Logi Hannesson í hlutverki fornkappans og Dýrfirðingsins Gísla Súrssonar.
Tengdasonur Dýrafjarðar; Elfar Logi Hannesson í hlutverki fornkappans og Dýrfirðingsins Gísla Súrssonar.
« 1 af 3 »
Kómedíuleikhúsið á Ísafirði sett nýtt sýningamet á árinu 2014. Sýningar vestfirska atvinnuleikhússins urðu alls 81 á árinu sem er að kveðja og hafa aldrei verið fleiri. Elfar Logi Hannesson leikhússtjóri segir árið hafa verið viðburðaríkt, líkt og fyrri ár í sögu leikhússins. Nýtt íslenskt leikrit var frumsýnt á árinu og kennslubókin Leikræn tjáning var gefin út. Leikverkið Halla, byggt á sögu Steins Steinarr var frumsýnt á árinu og verðlaunaleikritið Gísli Súrsson var sýnt 33 sinnum. Þrátt fyrir metár er rekstur einmenningsleikhúss erfiður og Elvar Logi segir í áramótakveðju að leita þurfi nýrra leiða til að tryggja áframhaldandi starfsemi leikhússins. Næsta ár verði því ár breytinga....
Meira
Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31