Vetrarsólstöður (sólhvörf) eru í dag 21. desember 2014
Vetrarsólhvörf eru í dag 21. desember. Þá er skemmstur sólargangur og sól fer að hækka á himninum.
Vetrarskammdegið er nú í hámarki en stysti dagur ársins er á tímabilinu 20.-23. desember.
Á þessari öld ber vetrarsólhvörf oftast upp á þann 21.
Í dag er sólargangur stystur; sólris seint og sólarlag snemma.
Um leið verður áberandi hve seint náttúrulegt hádegi er á ferðinni á Íslandi.
Ljóð Einars Benediktssonar,
Vetrarsólhvörf:
Stynur jörð við stormsins óð
og stráin kveða dauð,
hlíðin er hljóð,
heiðin er auð.
- Blómgröf, blundandi kraftur,
við bíðum, það vorar þó aftur.
Kemur skær í skýjunum sólin,
skín í draumum um jólin.
Leiðir fuglinn í för
og fleyið úr vör.
Arni sofa hugir hjá, -
þeir hvíldu dag og ár.
Stofan er lág,
ljórinn er smár.
- Fortíð, fram líða stundir,
senn fríkkar, því þróttur býr undir.
Hækka ris og birtir í búðum,
brosir dagur í rúðum.
Lítur dafnandi dug
og djarfari hug.
Vakna lindir, viknar ís
og verður meira ljós.
Einhuga rís
rekkur og drós.
- Æska, ellinnar samtíð,
við eigum öll samleið - og framtíð.
Aftni svipur sólar er yfir,
sumrið í hjörtunum lifir.
Blikar blóms yfir gröf,
slær brú yfir höf.