17.01.2015 - 10:57 | BIB,bb.is
Orti vísu fyrir hvern dag ársins
Menningarvaka verður haldin í Friðarsetrinu að Holti í Önundarfirði í dag - laugardaginn 17. janúar 2015 kl. 16:00.
Vakan er haldin í tengslum við afmæli Guðmundar Inga Kristjánssonar frá Kirkjubóli, sem fæddist 15. janúar 1907. Að þessu sinni er dagskráin helguð Gils Guðmundssyni frá Innri-Hjarðardal í Önundarfirði, fyrrum rithöfundi og alþingismanni. Áður hefur verið fjallað um seljabúskap, Brynjólf frá Vöðlum og tónlist hans. Menningarvakan er haldin á vegum Inga stofu í Friðarsetrinu en hún heitir eftir Guðmundi Inga á Kirkjubóli. „Þetta fyrirbæri sem við köllum Inga stofu hefur staðið fyrir ýmiskonar viðburðum,“ segir Ásvaldur Magnússon, en hann situr í stjórn stofunnar ásamt Sigríði Magnúsdóttur og Höllu Signýju Kristjánsdóttur.
„Þetta byrjaði á því að við fórum að halda upp á afmælið hans Guðmundar Inga Kristjánssonar á Kirkjubóli og fórum svo að hafa viðburði. Við byrjuðum á þessu árið 2002 þegar hann var 95 ára. Á þessum menningarvökum er fjallað um ýmislegt, bæði menn og málefni og þá eru fyrirlestrar, ljóðaupplestur og tónlist. Núna verður dagurinn tileinkaður Gils Guðmundssyni fyrrum alþingismanni og fræðimanni. Hann var fæddur og uppalinn í Innri-Hjarðardal og ritstýrði meðal annars og gaf út bækurnar frá Ystu nesjum og Skútuöldin. Hann var öflugur ritstjóri og kom að útgáfu gríðarlega margra bóka. Góður upplesari og var töluvert í útvarpi líka. Gils hefði orðið 100 ára þann 31. desember síðastliðinn og þess vegna var ákveðið að fjalla um hann að þessu sinni,“ segir Ásvaldur.
„Ingastofa varð til þannig að skólinn í Holti var allt í einu án hlutverks eftir að nemendur þaðan fóru á Ísafjörð. Þá var stofnað Friðarsetur og kirkjumiðstöð og skólinn átti líka að vera samkomuhús fyrir sveitina og hýsa menningarstarfssemi af einhverju tagi. Þá var ákveðið að taka menningarstarfssemina aðeins út fyrir sviga og Ingastofa var sett á fótinn og kosið í stjórn fyrir hana, en við Sigga og Halla höfum verið í stjórn frá upphafi. Guðmundur Ingi Kristjánsson var lengi skólastjóri og kennari í Holti og setti svip sinn bæði á skólann og sína sveit. Ingi bjó til afmælisdagabók í stílabók á árunum 1924-1935, þegar hann var ungur maður, og orti vísu fyrir hvern dag ársins og skrifaði dagsetningar við þær.
Við ákváðum að gefa þessa bók út í sama formi en með prentuðum texta ásamt þeim handskrifaða því yngra fólk les ekki svona skrift þó Guðmundur Ingi hafi haft fallega rithönd. Þura konan hans hafði saumað kápu utan um þessa bók svo hún skemmdist ekki og við ljósrituðum hana til að hafa bækurnar sem líkastar. Og gaman að segja frá því að kápan var tilnefnd til verðlauna hjá íslenskum bókaútgefendum en hlaut reyndar ekki verðlaun. Svo báðu ættingjar Guðmundar Inga okkur um að gefa út ljóðasafnið hans Sóldaga, sem var fyrst gefið út 1993, og við gáfum það út árið 2007 en eigum ennþá einhver eintök af því þó að afmælisdagabókin hafi selst upp.
Vakan er haldin í tengslum við afmæli Guðmundar Inga Kristjánssonar frá Kirkjubóli, sem fæddist 15. janúar 1907. Að þessu sinni er dagskráin helguð Gils Guðmundssyni frá Innri-Hjarðardal í Önundarfirði, fyrrum rithöfundi og alþingismanni. Áður hefur verið fjallað um seljabúskap, Brynjólf frá Vöðlum og tónlist hans. Menningarvakan er haldin á vegum Inga stofu í Friðarsetrinu en hún heitir eftir Guðmundi Inga á Kirkjubóli. „Þetta fyrirbæri sem við köllum Inga stofu hefur staðið fyrir ýmiskonar viðburðum,“ segir Ásvaldur Magnússon, en hann situr í stjórn stofunnar ásamt Sigríði Magnúsdóttur og Höllu Signýju Kristjánsdóttur.
„Þetta byrjaði á því að við fórum að halda upp á afmælið hans Guðmundar Inga Kristjánssonar á Kirkjubóli og fórum svo að hafa viðburði. Við byrjuðum á þessu árið 2002 þegar hann var 95 ára. Á þessum menningarvökum er fjallað um ýmislegt, bæði menn og málefni og þá eru fyrirlestrar, ljóðaupplestur og tónlist. Núna verður dagurinn tileinkaður Gils Guðmundssyni fyrrum alþingismanni og fræðimanni. Hann var fæddur og uppalinn í Innri-Hjarðardal og ritstýrði meðal annars og gaf út bækurnar frá Ystu nesjum og Skútuöldin. Hann var öflugur ritstjóri og kom að útgáfu gríðarlega margra bóka. Góður upplesari og var töluvert í útvarpi líka. Gils hefði orðið 100 ára þann 31. desember síðastliðinn og þess vegna var ákveðið að fjalla um hann að þessu sinni,“ segir Ásvaldur.
„Ingastofa varð til þannig að skólinn í Holti var allt í einu án hlutverks eftir að nemendur þaðan fóru á Ísafjörð. Þá var stofnað Friðarsetur og kirkjumiðstöð og skólinn átti líka að vera samkomuhús fyrir sveitina og hýsa menningarstarfssemi af einhverju tagi. Þá var ákveðið að taka menningarstarfssemina aðeins út fyrir sviga og Ingastofa var sett á fótinn og kosið í stjórn fyrir hana, en við Sigga og Halla höfum verið í stjórn frá upphafi. Guðmundur Ingi Kristjánsson var lengi skólastjóri og kennari í Holti og setti svip sinn bæði á skólann og sína sveit. Ingi bjó til afmælisdagabók í stílabók á árunum 1924-1935, þegar hann var ungur maður, og orti vísu fyrir hvern dag ársins og skrifaði dagsetningar við þær.
Við ákváðum að gefa þessa bók út í sama formi en með prentuðum texta ásamt þeim handskrifaða því yngra fólk les ekki svona skrift þó Guðmundur Ingi hafi haft fallega rithönd. Þura konan hans hafði saumað kápu utan um þessa bók svo hún skemmdist ekki og við ljósrituðum hana til að hafa bækurnar sem líkastar. Og gaman að segja frá því að kápan var tilnefnd til verðlauna hjá íslenskum bókaútgefendum en hlaut reyndar ekki verðlaun. Svo báðu ættingjar Guðmundar Inga okkur um að gefa út ljóðasafnið hans Sóldaga, sem var fyrst gefið út 1993, og við gáfum það út árið 2007 en eigum ennþá einhver eintök af því þó að afmælisdagabókin hafi selst upp.