A A A
  • 2009 - Þiðrik Fannarsson
Lilja Rafney Magnúsdóttir.
Lilja Rafney Magnúsdóttir.

Lilja Rafney Magnúsdóttir alþingismaður Vinstri grænna hélt opinn fund í Grunnskólanum á Flateyri í dag, 13. jan. 2015, kl. 18 og ræddi við heimamenn þá alvarlegu stöðu sem upp er komin í atvinnumálum á staðnum.

Sambærilegur fundur verður á morgun, miðvikudaginn 14. janúar 2015, kl. 15:00  í Stefánsbúð - húsi Björgunarsveitarinnar á Þingeyri.

Eins og fram hefur komið hafði Lilja Rafney áður óskað eftir fundi með þingmönnum kjördæmisins og fulltrúum frá Ísafjarðarbæ,Byggðastofnun og Verkalýðsfélagi Vestfirðinga til að ræða alvarlegt atvinnuástand á Flateyri og á Þingeyri en ekki liggur enn fyrir hvenær af þeim fundi getur orðið. Eins og kunnugt er var öllu starfsfólki sagt upp hjá fiskvinnslu Vísis hf um síðastliðin áramót og starfseminni verður hætt í lok mars 21 starfsmanni var sagt upp hjá Artic Odda á Flateyri um áramótin og bolfiskvinnslu þar verður hætt. Engin niðurstaða er enn komin hjá Byggðastofnun um úthlutun byggðakvóta til Flateyrar og Þingeyrar og byggðakvótinn hefur aftur verið auglýstur laus til umsóknar. Um næstu mánaðamót þarf starfsfólk Vísis á Þingeyri að svara hvort það þiggur vinnu hjá Vísi hf í Grindavík og er því mikil pressa á fólki að flytjast burtu frá þessum stöðum í ljósi alvarlegs atvinnuástands. Lilja Rafney hefur sagst vilja kanna möguleika á að binda aflaheimildir varanlega við sjávarbyggðir, til að tryggja stöðugleika og atvinnuöryggi íbúa.

 

Af Facebook-síðu Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur.

« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31