A A A
  • 1958 - Helga Sigurrós Bergsdóttir
  • 1976 - Gunnar Ragnar Hjartarson
  • 1993 - Karín Mist Kjerúlf
20.01.2015 - 07:03 | BIB

Opnað fyrir umsóknir um Eyrarrósina

Eyrarrósin verður veitt í ellefta sinn í mars næstkomandi, fyrir framúrskarandi menningarverkefni á starfssvæði Byggðastofnunar. Markmið viðurkenningarinnar er að beina sjónum að og hvetja til menningarlegrar fjölbreytni, nýsköpunar og uppbyggingar á sviði menningar og lista. Umsækjendur um Eyrarrósina geta meðal annars verið stofnun, tímabundið verkefni, safn eða menningarhátíð og það eru Byggðastofnun, Flugfélag Íslands og Listahátíð í Reykjavík sem staðið hafa saman að verðlaununum frá upphafi árið 2005.

Tíu verkefni verða valin á Eyrarrósarlistann og þrjú þeirra hljóta tilnefningu til Eyrarrósarinnar ásamt peningaverðlaunum og flugmiðum frá Flugfélagi Íslands. Eitt þeirra hlýtur viðurkenninguna, 1.650.000 kr. Hin tvö hljóta 300.000 kr. og auk þess fá öll þrjú tilnefndu verkefnin flugmiða með Flugfélagi Íslands.

UMSÓKNUM SKAL FYLGJA:

  • Lýsing á verkefninu
  • Lögð skal fram greinargóð lýsing á verkefninu, umfangi þess, sögu og markmiðum.
  • Tíma- og verkáætlun
  • Gera skal grein fyrir stöðu og áætlaðri framvindu verkefnisins og áformum á árinu 2015. Skilyrði er að verkefninu hafi nú þegar verið hleypt af stokkunum.
  • Upplýsingar um aðstandendur
  • Lagðar skulu fram ítarlegar upplýsingar um helstu aðila sem að verkefninu standa og grein gerð fyrir þeirra þætti í því.
  • Fjárhagsáætlun
  • Tilgreina skal tekjur og gjöld verkefnisins á þessu ári. Uppgjör ársins 2014 fylgi umsókn.

Ef umsókn fylgja ekki ofangreindar upplýsingar verður hún ekki tekin til greina.

Umsóknarfrestur er til miðnættis 8. febrúar 2015 og verður öllum umsóknum svarað. Umsóknir skal senda rafrænt til Listahátíðar í Reykjavík á netfangið eyrarros@artfest.is

Eyrarrósin er viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni á starfssvæði Byggðastofnunar. Markmið Eyrarrósarinnar er að beina sjónum að og hvetja til menningarlegrar fjölbreytni, nýsköpunar og uppbyggingar, á sviði menningar og lista. Það eru Byggðastofnun, Flugfélag Íslands og Listahátíð í Reykjavík sem staðið hafa saman að verðlaununum frá upphafi árið 2005. Umsækjendur um Eyrarrósina geta meðal annars verið stofnun, tímabundið verkefni, safn eða menningarhátíð.

Handhafar Eyrarrósarinnar frá upphafi:

  • Þjóðlagahátíðin á Siglufirði (2005)
  • LungA, Listahátíð ungs fólks á Austurlandi (2006)
  • Stranda­galdur á Hólmavík (2007)
  • Rokkhátíð alþýðunnar; Aldrei fór ég suður (2008)
  • Landnámssetur Íslands (2009)
  • Bræðslan á Borgarfirði eystra (2010)
  • Sumartónleikar í Skálholtskirkju (2011)
  • Safnasafnið á Svalbarðsströnd (2012)
  • Skaftfell, miðstöð myndlistar á Austurlandi (2013)
  • Áhöfn­in á Húna (2014)

Af: www.byggdastofnun.is

« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31