13.04.2015 - 06:54 | Vestfirska forlagið
Vestfirskir stjórnmálamenn í blíðu og stríðu
Var leyninúmer desembermánaðar 2014 hjá Vestfirska forlaginu í tilefni af 20 ára afmæli þess.
Er hér um að ræða sama tóbak og er í bókinni Vestfirskir sjómenn í blíðu og stríðu: Kímilegar og auðvitað meira og minna sannar alþýðusögur af Vestfirðingum.
Þessi bók er að sjálfsögðu gefin út til heiðurs vestfirskum stjórnmálamönnum eins og sjómannabókin er gefin út til heiðurs blessuðum sjómönnunum okkar. Þessar umræddu bækur eru einkum ætlaðar þeim sem hafa gaman af að brosa, hlæja eða jafnvel reka upp rokur einstaka sinnum.
Hláturinn lengir lífið segja sérfræðingarnir!
http://vestfirska.is/index.php/is/