A A A
  • 1950 - Árni Ásbjörn Jónsson
  • 1962 - Siggeir Stefánsson
12.04.2015 - 14:30 | Hallgrímur Sveinsson

Guðmundur Ingvarsson póstmeistari áttræður

Guðmundur á ferð á Brekkudal fyrir nokkrum árum með sonarsyni sína og nafna,  Ragnarsson og Sigurðarson. Gæðingarnir bryðja mélin og vindurinn blæs um fax.
Guðmundur á ferð á Brekkudal fyrir nokkrum árum með sonarsyni sína og nafna, Ragnarsson og Sigurðarson. Gæðingarnir bryðja mélin og vindurinn blæs um fax.
« 1 af 12 »

Í dag fyllir áttunda tuginn Guðmundur Ingvarsson, fyrrum póst- og símstöðvarstjóri á Þingeyri. Þetta finnst mörgum sjálfsagt nokkuð undarlegt, en verður þó ekki mótmælt. Guðmundur er einn af þeim mönnum sem kom þvert yfir Ísland til að setjast að á Vestfjörðum. Fann hér sína góðu konu og lífshamingju og hefur ekki héðan farið síðan. Hann var alinn upp á Syðra-Lóni á Langanesströndum og á þar ættfesti sína.

Guðmundur kom til Þingeyrar árið 1954 og starfaði fyrst sem verslunarstjóri hjá Kaupfélagi Dýrfirðinga. Síðan gerðist hann starfsmaður hjá Pósti og síma og vann þar upp frá því alla sína starfsævi.

   Guðmundur Ingvarsson hefur komið víða við í Dýrafirði í gegnum tíðina. Nestor dýrfirskra hestamanna og harmonikuspilara, forystumaður í sveitarstjórnarmálum og kaupfélagsmálum hefur hann verið og hvarvetna látið gott af sér leiða. Guðmundur er maður glaðlyndur og hrókur alls fagnaðar þegar svo ber við. Hann hefur ánægju af að segja græskulausar gamansögur, bæði af sjálfum sér og öðrum. Ákaflega traustur maður og velviljaður sem býður af sér góðan þokka.  Guðmundur er kvæntur Ólöfu Ólafsdóttur, sem er innfæddur Þingeyringur og eiga þau 4 börn.


Meðfylgjandi eru ýmsar myndir frá áhugasviðum Guðmundar Ingvarssonar.

Ljósmyndirnar tók Hallgrímur Sveinsson.

 

Hallgrímur Sveinsson.

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31