14.04.2015 - 20:31 | bb.is,BIB
Fagna verndaráætlun Dynjanda
Samtök ferðaþjónustunnar fagna því að fram sé komin verndar- og stjórnunaráætlun fyrir náttúrvættið Dynjanda sem gerir ráð fyrir þörfum ferðaþjónustunnar og framkvæmdum í þágu ferðamanna með þjónustu og öryggi í huga. Drög að áætluninni voru gerð opinber í ferbrúar. Umhverfisstofnun vinnur að gerð áætlunarinnar í samstarfi við Ísafjarðarbæ og RARIK. Í umsögn Samtaka ferðaþjónustunnar um áætlunina segir að Dynjandi sé ein helsta náttúruperla Vestfjarða og mikilvægt sé að standa vörð um það aðdráttarafl sem náttúruvættið felur í sér.
Samtökin benda á að nauðsynlegt sé að allar framkvæmdir sem eiga sér stað á svæðinu, verði að falla að umhverfinu þannig að upplifun ferðamanna skerðist ekki og í því samhengi þurfi að gæta að því að vatnasvið fossins Dynjanda fái að halda einkennum sínum, enda er fossinn eitt aðalaðdráttarafl svæðisins. Einnig sé mikilvægt að huga vel að sjálfbærni náttúrunnar með tilliti til meðhöndlunar efna og úrgangs sem tengist starfsemi á svæðinu.
Samtökin benda á að nauðsynlegt sé að allar framkvæmdir sem eiga sér stað á svæðinu, verði að falla að umhverfinu þannig að upplifun ferðamanna skerðist ekki og í því samhengi þurfi að gæta að því að vatnasvið fossins Dynjanda fái að halda einkennum sínum, enda er fossinn eitt aðalaðdráttarafl svæðisins. Einnig sé mikilvægt að huga vel að sjálfbærni náttúrunnar með tilliti til meðhöndlunar efna og úrgangs sem tengist starfsemi á svæðinu.