A A A
  • 1948 - Hólmgeir Pálmason
  • 1954 - Þórhallur Arason
Lýður Jónsson.
Lýður Jónsson.
« 1 af 2 »
Lýður Jónsson vegaverkstjóri á Vestfjörðum hlaut Silfurbíl Samvinnutrygginga fyrir það frumkvæði sitt að skipta blindhæðum á þjóðvegum. 

Fyrsta hæðin sem hann skipti, sumarið 1954, var á veginum milli Haukadals og Meðaldals í Dýrafirði....
Meira
07.05.2015 - 21:25 | skutull.is

Hrafnseyrarheiðin opin eftir 153 daga lokun

Útsýni af Hrafnseyrarheiði er tignarlegt. Ljósmynd.  Björn Davíðsson
Útsýni af Hrafnseyrarheiði er tignarlegt. Ljósmynd. Björn Davíðsson
Eftir 153 daga lokun er Hrafneyrarheiðin opin fyrir umferð á ný. Unnið hefur verið að snjómokstri á heiðinni undanfarnar tvær vikur og á mánudag náðist að opna yfir í Arnarfjörð. Á upplýsingavef Vegagerðarinnar er Hrafnseyrarheiði nú sögð opin í fyrsta sinn frá því 5. desember.  Dynjandisheiði er enn sögð ófær, en vonast er til að hún opni fyrir vikulok....
Meira
07.05.2015 - 06:24 | Hallgrímur Sveinsson

Hver ræktaði fyrstur manna kartöflur í Dýrafirði?

Knútur Bjarnason, bóndi á Kirkjubóli, við gegningar í fjárhúsi sínu. Þá kominn yfir nírætt. Ljósm.: H. S.
Knútur Bjarnason, bóndi á Kirkjubóli, við gegningar í fjárhúsi sínu. Þá kominn yfir nírætt. Ljósm.: H. S.
« 1 af 2 »
Þessa dagana eru útsæðiskartöflurnar í óða önn að spíra hjá áhugamönnum um kartöflurækt.
Og fer nú vel á að geta þess, að öðlingurinn Knútur Bjarnason á Kirkjubóli sagði undirrituðum hver hann teldi að fyrstur manna hefði ræktað kartöflur í Dýrafirði. Hann sagðist hafa heyrt að sá merki maður, Guðmundur læknir norðlenski, forfaðir þeirra smiðjumanna á Þingeyri, hefði þar staðið að verki. Hefur það líklega verið um eða uppúr 1855....
Meira
Wouter Van Hoeymissen
Wouter Van Hoeymissen
« 1 af 3 »
Wouter Van Hoeymissen frá Belgíu  og kona hans Janne Kristensen, sem er dönsk,  endurbyggðu húsið Sigmundarbúð á Þingeyri fyrir nokkrum misserum. Þar reka þau kaffihús undir nafninu Simbahöllin. Er óhætt að segja að sá rekstur hafi vakið athygli bæði innan lands og utan. Í tengslum við kaffihúsið er einnig starfandi hesta- og hjólaleiga. Við tókum hraðsamtal við Wouter og lögðum fyrir hann nokkrar skeleggar spurningar. Svör hans eru einnig beinskeytt....
Meira
Steinunn Jóhannesdóttir við afsteypu af minnismerki Einars Jónssonar myndhöggvara um Hallgrím Pétursson. Verkið stendur í garðinum við listasafn Einars á Skólavörðuholti í Reykjavík skammt frá Hallgrímskirkju.
Steinunn Jóhannesdóttir við afsteypu af minnismerki Einars Jónssonar myndhöggvara um Hallgrím Pétursson. Verkið stendur í garðinum við listasafn Einars á Skólavörðuholti í Reykjavík skammt frá Hallgrímskirkju.
Passíusálmar Hallgríms Péturssonar voru ortir á Vesturlandi á þeim árum þegar skáldið og presturinn bjó í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd með eiginkonu sinni Guðríði Símonardóttur. 
Þegar Hallgrímur hafði lokið við að yrkja þá skrifaði hann út fimm eintök af sálmunum eigin hendi. Eitt þeirra sendi hann prófasti sínum að Melum í Melasveit á Vesturlandi. Hin fjögur sendi hann til jafn margra kvenna. Tvær þeirra bjuggu á Vesturlandi, það er í Borgarfirði og á Mýrum. Sú þriðja var fædd og uppalin á Akranesi en nýlega brottflutt austur í Flóa. 
Fjórða konan var svo Ragnheiður Brynjólfsdóttir Skálholtsbiskups Sveinssonar sem fæddur var að Holti í Önundarfirði. Hann var á þeim tíma umsvifamikill jarðaeigandi og útgerðarmaður á Vesturlandi....
Meira
Nokkrar af styrkhöfum ársins 2015
Nokkrar af styrkhöfum ársins 2015

Styrkjum til atvinnumála kvenna var úthlutað við hátíðlega athöfn í Bláa lónin þann 30 apríl og fengu 33 verkefni styrki að heildarupphæð kr. 35 milljónir.  Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra afhenti styrkina en í ár bárust 239 umsóknir hvaðanæva af landinu og hefur ráðgjafarnefnd metið umsóknir á undanförnum vikum.

Styrkjum til atvinnumála kvenna hefur verið úthlutað síðan 1991, en það var þáverandi félagsmálaráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, sem hafði frumkvæði að styrkveitingunum.  

...
Meira
05.05.2015 - 11:38 | BIB,skutull.is

Ríflega 29 þúsund manns búin að skrifa undir

Nú hafa ríflega 29 þúsund landsmenn skrifað undir yfirlýsingu á vefnum þjóðareign. is þar sem skorað er á forseta Íslands að samykkja ekki kvótafrumvarp ríkisstjórnarinnar um úthlutun á makríl til næstu sex ára. Yfirlýsingin hljóðar svo: ,,Við skorum á forseta Íslands að vísa í þjóðaratkvæðagreiðslu hverjum þeim lögum sem Alþingi samþykkir og úthlutar fiskveiðiauðlindinni til lengri tíma en eins árs á meðan ekkert ákvæði um þjóðaraeign á auðlindinni hefur verið sett í stjórnarskrá og þjóðinni hefur ekki verið tryggt fullt afgjald af henni." Aðeins fjórir dagar eru síðan undirskriftasöfnunin hófst og stöðugt bætist í hópinn....
Meira
05.05.2015 - 07:38 | Ólafur V. Þórðarson, fréttaritari Þingeyrarvefsins í Hafnarfirði:

Við sjávarsíðuna

Bessastaðir á Álftanesi. Ljósm.: Mats Wibe LUnd.
Bessastaðir á Álftanesi. Ljósm.: Mats Wibe LUnd.

Þar sem ég horfði út um stofugluggann hjá mér í dag og leit út á fjörðinn, eins og ég geri oft, sé ég þrjár kríur fljúga hér fram hjá. 
Þær stefndu út á Álftanes. Hvort þær voru að mæta að Bessastöðum veit ég ekki, eða voru þær að fara að tala við margæsirnar sem þar eru í hundraða tali. 


Já, nú er vorið komið.

...
Meira
Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31