05.05.2015 - 07:38 | Ólafur V. Þórðarson, fréttaritari Þingeyrarvefsins í Hafnarfirði:
Við sjávarsíðuna
Þar sem ég horfði út um stofugluggann hjá mér í dag og leit út á fjörðinn, eins og ég geri oft, sé ég þrjár kríur fljúga hér fram hjá.
Þær stefndu út á Álftanes. Hvort þær voru að mæta að Bessastöðum veit ég ekki, eða voru þær að fara að tala við margæsirnar sem þar eru í hundraða tali.
Já, nú er vorið komið.
Ólafur V. Þórðarson, tíðindamaður vor í Hafnarfirði.