A A A
  • 1948 - Hólmgeir Pálmason
  • 1954 - Þórhallur Arason
10.05.2015 - 07:11 | Simbahöllin á Þingeyri

Listafólk á Þingeyri

Listafólkið á tröppum Simbahallarinnar. Ljósm.: Simbahöllin.
Listafólkið á tröppum Simbahallarinnar. Ljósm.: Simbahöllin.
From the 8th to the 18th of May 2015, 10 international artist from all over the world: Japan, America, Great Britain and Canada, will stay in Þingeyri and work on their art. 

They are very interested in talking with and meeting locals, getting to know Þingeyri and the surroundings! 

Please welcome them to our village!...
Meira
10.05.2015 - 06:37 | Bjarni Guðmundsson

Stórsláttumaðurinn - Knútur Bjarnason

Stórsláttumaðurinn - Knútur Bjarnason. Ljósm.: Bjarni Guðmundsson.
Stórsláttumaðurinn - Knútur Bjarnason. Ljósm.: Bjarni Guðmundsson.
« 1 af 2 »

... bjástrar á þessu svala maíkvöldi við ljósmyndir í væntanlega bók og getur þá ekki á sér setið í anda tímanna "að leka" þessari:

Okkar góði frændi og stórsláttumaður, Knútur Bjarnason (1917-2013), bóndi á Kirkjubóli í Dýrafirði, hvetur hér ljá sinn, er við brugðum okkur til engjasláttu fram undir Hrossaskriðu fyrir knöppum XXX árum. Nutum stundarinnar fjarri heimsins glaumi. Hún átti sinn þátt í tilurð bókarhandritsins. 

...
Meira
10.05.2015 - 06:24 | Hallgrímur Sveinsson

Saga úr Arnarfirði: - Grenjulöðurseyri og Grenlöðursá?

Grelutóttir á hinni fornu Eyri. Þar fór fram uppgröftur í eina tíð. Gólfskánin í skála Grelaðar staðfesti að þar hefur aðeins verið búið í tvo þrjá mannsaldra. Svo sögðu þeir góðu fornleifafræðingar sem þar unnu að verki. Í baksýn Ánarmúli, en þar segir sagan að Án rauðfeldur sé heygður. Ljósm.: H. S.
Grelutóttir á hinni fornu Eyri. Þar fór fram uppgröftur í eina tíð. Gólfskánin í skála Grelaðar staðfesti að þar hefur aðeins verið búið í tvo þrjá mannsaldra. Svo sögðu þeir góðu fornleifafræðingar sem þar unnu að verki. Í baksýn Ánarmúli, en þar segir sagan að Án rauðfeldur sé heygður. Ljósm.: H. S.
« 1 af 2 »

 Minn gamli góði skólabróðir og vinur Ómar Ragnarsson heldur úti heimasíðu sem nánast er skyldulestur. Um daginn fjallaði Ómar um árdaga Íslands. Um Eyri við Arnarfjörð segir svo með leyfi forseta:  


„Þórhallur (Vilmundarson) taldi því líklegt að áin sem fellur um Grenlöðareyri við Arnarfjörð hafi heitið Grenja eða Grenjulöðursá og eyrin Grenjulöðurseyri eða Grenjlöðurseyri.


   „En síðar hafi eins og svo víða annars staðar orðið til þægileg mannanafnaskýring: "Grenlöður hét kona. Hún var írsk."  


Nöfnin Grenlöðareyri eða Grenjulöðurseyri hefur undirritaður aldrei heyrt fyrr og mun svo um fleiri.

...
Meira
09.05.2015 - 16:20 | Björn Ingi Bjarnason,Hallgrímur Sveinsson

Hrós vikunnar

Á Dynjandisheiði. Ljósm.: Mats Wibe Lund.
Á Dynjandisheiði. Ljósm.: Mats Wibe Lund.
Hrós vikunnar fær Vegagerðin. 

Jæja! Og fyrir hvað? Fyrir bara alls konar. 
Til dæmis það að vera búin að opna Vesturleið. Hrafnseyrar-og Dynjandisheiðar eru óvenju snjóþungar að þessu sinni. 
Kostnaður við moksturinn þar hleypur á milljónum. 
Svo er bara þjónustulund margra starfsmanna Vegagerðarinnar með ágætum. ...
Meira
09.05.2015 - 12:52 | Fréttablaðið,BIB

Helgin - Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur

Vilborg Davíðsdóttir.
Vilborg Davíðsdóttir.

Ástir og ævintýri


Í dag ætla ég að fara á Sólheima í Grímsnesi og flytja þar gestum og heimilisfólki á staðnum erindi um ástir og ævintýri.


Á morgun fáum við Skottan mín vinafólk í heimsókn.

...
Meira
09.05.2015 - 08:43 | Ísafjarðarbær,BIB

Vinabæir Ísafjarðarbæjar

Á Slottsfjellet í Tönsberg í Noregi. F.v.: Kjell Hymer og Gunnlaugur Finnsson. Ljósm.: BIB
Á Slottsfjellet í Tönsberg í Noregi. F.v.: Kjell Hymer og Gunnlaugur Finnsson. Ljósm.: BIB

Vinabæir Ísafjarðarbæjar eru sveitarfélög á Norðurlöndum og víðar sem hafa með sér samvinnu og samskipti um ýmis málefni. Markmiðið er að miðla reynslu og styrkja tengsl á sem flestum sviðum samfélagsins. Í þessum tilgangi eru meðal annars haldin vinabæjamót.


Árið 2007 ákvað bæjarstjórn Roskilde að draga sig úr þessu vinabæjarsamstarfi.


Vinabæir Ísafjarðarbæjar eru nú: 

...
Meira
08.05.2015 - 20:25 | bb.is,BIB

Fært um Dynjandisheiði

Ótrúlegar traðir á Dynjandisheiði eins og sjá má á mynd Brynjólfs Jónssonar frá Núpi sem fór heiðina í dag.
Ótrúlegar traðir á Dynjandisheiði eins og sjá má á mynd Brynjólfs Jónssonar frá Núpi sem fór heiðina í dag.
Snjómokstursmenn Vegagerðarinnar komust í gegnum síðustu skaflana á Dynjandisheiði í dag og vegurinn fær en þó einbreiður þar sem ekki er búið að fullmoka. 

Í gær opnaði Hrafnseyrarheiði. Vesturleiðin hefur ekki verið fær síðan 5. desember. 

Leiðin milli Ísafjarðar og Patreksfjarðar styttist úr 609 km í 173 km þegar heiðarnar opna. ...
Meira
Guðrún Kristjánsdóttir.
Guðrún Kristjánsdóttir.
« 1 af 3 »
Guðrún Kristjánsdóttir er fædd á Þingeyri þann 8. maí 1940. 

Árið 1959 giftist hún  Benjamín  Gunnari  Oddssyni frá Flateyri þar sem þau bjuggu alla tíð. 

Benjamín Gunnar fórst í snjóflóiðinu á Flateyri þann 26. október 1995. Guðrún hefur síðan búið sunnan heiða.

Dætur Guðrúnar og Benjamíns eru:...
Meira
Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31