A A A
  • 1950 - Árni Ásbjörn Jónsson
  • 1962 - Siggeir Stefánsson
05.05.2015 - 11:38 | BIB,skutull.is

Ríflega 29 þúsund manns búin að skrifa undir

Nú hafa ríflega 29 þúsund landsmenn skrifað undir yfirlýsingu á vefnum þjóðareign. is þar sem skorað er á forseta Íslands að samykkja ekki kvótafrumvarp ríkisstjórnarinnar um úthlutun á makríl til næstu sex ára. Yfirlýsingin hljóðar svo: ,,Við skorum á forseta Íslands að vísa í þjóðaratkvæðagreiðslu hverjum þeim lögum sem Alþingi samþykkir og úthlutar fiskveiðiauðlindinni til lengri tíma en eins árs á meðan ekkert ákvæði um þjóðaraeign á auðlindinni hefur verið sett í stjórnarskrá og þjóðinni hefur ekki verið tryggt fullt afgjald af henni." Aðeins fjórir dagar eru síðan undirskriftasöfnunin hófst og stöðugt bætist í hópinn.

Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra lagði fram frumvarp á Alþingi rétt fyrir páska um úthlutun á makrílkvóta til næstu sex ára. Miklir hagsmunirnir eru í húfi þegar kemur að makrílveiðum, líkt og var raunin með lögfestingu kvótakerfisins. Heildartekjur af makríl hafa verið um og yfir 20 milljarðar á ári, síðustu árin. Ekki á að greiða fyrir makrílkvótann, frekar en annan kvóta, nema það sem ákveðið er í reglum um veiðigjöld.

Samkvæmt frumvarpinu verður aflahlutdeildum (kvóta) úthlutað á skip í áþekkum hlutföllum og á yfirstandandi fiskveiðiári, sem aftur byggir á veiðireynslu fyrri ára. Útgerðir skipa og báta sem hafa aflareynslu frá árunum 2011-2014 fá aflahlutdeild í makríl úthlutað. Hömlur eru á viðskiptum með aflaheimildir. Framsal verður óheimilt en tilflutningur milli skipa innan sömu útgerðar verður heimil. Þetta þýðir að makrílkvótinn mun ekki geta gengið kaupum og sölum á milli útgerða líkt og tíðkast með aðrar tegundir innan kvótakerfisins. Í það minnsta ekki fyrst um sinn.

Í makrílfrumvarpinu verður kvótaskiptingin þannig:
a) 90% til báta/skipa sem hafa aflareynslu frá árunum 2011-2014 (uppsjávar-, frysti- og ísfiskskip).
b) 5% til smábáta sem veitt hafa makríl með línu eða handfæri á árunum 2009-2014.
c) 5% til fiskiskipa í flokki a) sem unnu sérstaklega í manneldisvinnslu.
Á yfirstandandi fiskveiðiári, líkt og á fiskveiðiárunum þar á undan, var makrílkvótanum skipt niður á skip í uppsjávar-, frysti- og ísfiskskipaflokkum. Frá árinu 2009 hefur makrílveiðum verið stýrt með útgáfu veiðileyfa sem gilt hafa í eitt ár í senn á grundvelli reglugerða. Í smábátaflokknum eru veiðar frjálsar á bátum með sérútbúin veiðarfæri til makrílveiða, þar til ákveðnum heildarafla fyrir smábáta er náð.
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31