A A A
  • 1950 - Margrét Guðjónsdóttir
  • 1955 - Angantýr Valur Jónasson
Steinunn Jóhannesdóttir við afsteypu af minnismerki Einars Jónssonar myndhöggvara um Hallgrím Pétursson. Verkið stendur í garðinum við listasafn Einars á Skólavörðuholti í Reykjavík skammt frá Hallgrímskirkju.
Steinunn Jóhannesdóttir við afsteypu af minnismerki Einars Jónssonar myndhöggvara um Hallgrím Pétursson. Verkið stendur í garðinum við listasafn Einars á Skólavörðuholti í Reykjavík skammt frá Hallgrímskirkju.

Passíusálmar Hallgríms Péturssonar voru ortir á Vesturlandi á þeim árum þegar skáldið og presturinn bjó í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd með eiginkonu sinni Guðríði Símonardóttur.

Þegar Hallgrímur hafði lokið við að yrkja þá skrifaði hann út fimm eintök af sálmunum eigin hendi. Eitt þeirra sendi hann prófasti sínum að Melum í Melasveit á Vesturlandi. Hin fjögur sendi hann til jafn margra kvenna. Tvær þeirra bjuggu á Vesturlandi, það er í Borgarfirði og á Mýrum. Sú þriðja var fædd og uppalin á Akranesi en nýlega brottflutt austur í Flóa.

Fjórða konan var svo Ragnheiður Brynjólfsdóttir Skálholtsbiskups Sveinssonar sem fæddur var að Holti í Önundarfirði. Hann var á þeim tíma umsvifamikill jarðaeigandi og útgerðarmaður á Vesturlandi.

Nú í vor rekur Steinunn Jóhannesdóttir rithöfundur, leikari og leikstjóri lífssögur þeirra hjóna Hallgríms og Guðríðar í sýningu á Sögulofti Landnámsseturs Íslands í Borgarnesi. Það er vel við hæfi, mitt á Vesturlandi þar sem Hallgrímur og Guðríður áttu sín bestu ár.

 

Skilað miklu verki

 

Sjálf er Steinunn fædd og uppalin á Akranesi, dóttir hjónanna Jóhannesar Finnssonar frá Görðum og Kaldá í Önundarfirði og Bjarnfríðar Leósdóttur sem lést í marsmánuði síðastliðnum.

Steinunn bjó á Akranesi til 16 ára aldurs að hún hleypti heimdraganum til náms. Í dag býr hún í Reykjavík ásamt eiginmanni sínum Einari Karli Haraldssyni.


Á kvöldi skírdags frumsýndi Steinunn „Örlagasögu Hallgríms og Guðríðar“ fyrir fullu húsi í Landnámssetrinu. Sýningar standa enn yfir en Steinunn hefur um árabil kynnt sér sögu þeirra hjóna.

Þegar liggja eftir hana tvær stórar heimildaskáldsögur. Sú fyrri er Reisubók Guðríðar Símonardóttur sem kom út árið 2001. Sú bók hefur komið út í mörgum prentunum og verið gefin út í Noregi og Þýskalandi. Hin bókin er „Heimanfylgja. Skáldsaga um uppvöxt Hallgríms Péturssonar byggð á heimildum um ættfólk hans og samtíð,“ frá árinu 2010. Auk þessa hefur Steinunn skrifað leikrit um sögu Guðríðar, barnabók um æsku Hallgríms auk ritgerða. Hún hefur líka haldið ótal fyrirlestra um þau hjón og sögu þess tíma er þau voru uppi.

Sýningin í Landnámssetrinu er nýjasti afrakstur þeirrar vinnu sem Steinunn hefur lagt í að rannsaka og koma á framfæri sögu Hallgríms og Guðríðar.

 

Skessuhorn greinir frá.

« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30