A A A
  • 1948 - Hólmgeir Pálmason
  • 1954 - Þórhallur Arason
Grunnskólinn á Þingeyri.
Grunnskólinn á Þingeyri.

Þrjár  umsóknir bárust um lausa stöðu skólastjóra við  Grunnskólann á Þingeyri.


Þau sem  sóttu um eru:
Erna Höskuldsdóttir, grunnskólakennari,


Finnur M. Gunnlaugsson, grunnskólakennari


og Hreinn Þorkelsson, skólastjóri.

...
Meira
04.05.2015 - 23:00 | Morgunblaðið,BIB

Merkir Íslendingar - Margrét Hermannsson - aldarminning

Margrét Hermannsson.
Margrét Hermannsson.
Margrét Þórunn Sigurðardóttir Hermansson fæddist á Ísafirði 4. maí 1915. 

Foreldrar hennar voru Sigurður Sigurðsson, sýslumaður Skagfirðinga og bæjarfógeti á Sauðárkróki, sonur Sigurðar Stefánssonar, alþingismanns og prests í Vigur, og k.h. Þórunnar Bjarnadóttur, og k.h. Guðríður Stefanía Arnórsdóttir, dóttir Arnórs Árnasonar prests í Hvammi í Laxárdal, Dal., og fyrri k.h. Stefaníu Stefánsdóttur....
Meira
04.05.2015 - 18:17 | Vestfirðingafélagið

Vorferð Vestfirðingafélagsins

Hvalsneskirkja.
Hvalsneskirkja.
Það hefur skapast sú hefð að félagar í Vestfirðingafélaginu og gestir þeirra leggi land undir hjól á vorin og andi að sér fersku vorloftinu. Að þessu sinni verður farið um Reykjanesið laugardaginn 9. maí 2015.
Fyrsti viðkomustaður verður Kálfatjarnarkirkja á Vatnsleysuströnd. Þaðan verður ekið í Reykjanesbæ og snædd súpa einhvern staðar í hádeginu. Þetta er hugsuð fjölskylduferð og þess vegna verður fjaran skoðuð og farið í leiki. 
Ekið verður síðan að Hvalsneskirkju og fræðst um Hallgrím Pétursson. Flekamótin og Gunnuhver verða barin augum á Reykjanestá. ...
Meira
Nýja bókin - kápa- forsíðan
Nýja bókin - kápa- forsíðan
« 1 af 2 »

Ný bók að vestan:


Hornstrandir og Jökulfirðir


Ýmsar frásagnir af horfnu mannlífi


4. bók


 Fjölbreyttar, áhugaverðar og spennuþrungnar frásagnir


 Út er komin hjá Vestfirska forlaginu 4. bókin í bókaflokknum Hornstrandir og Jökulfirðir. Í Hornstrandabókum forlagsins er svo til eingöngu gamalt vín á nýjum belgjum. Yfirleitt eru þetta frásagnir sem flestir eru búnir að gleyma, en geta nú gengið að á einum stað. Ýmislegt í þeim kemur á óvart, einkum þeim sem yngri eru. Fjölbreyttar, áhugaverðar og spennuþrungnar frásagnir sem jafnast á sinn hátt fyllilega við glæpasögur nútímans.

Bókin er 132 bls. og skal hér stiklað á stóru um efni hennar:

...
Meira
04.05.2015 - 08:47 | Björn Ingi Bjarnason

Héraðskólinn að Núpi og skólaslitin 1965

Núpur í Dýrafirði. Ljósm.: BIB
Núpur í Dýrafirði. Ljósm.: BIB
« 1 af 4 »

Héraðsskólanum að Núpi í Dýrafirði var slitið s.l. þriðjudag (18. maí 1965).


Við þá athöfn var afhjúpuð brjóstmynd af Birni Guðmundssyni fyrrum kennara og skólastjóra Núpsskóla. Skólaslitin hófust með guðsþjónustu í Núpskirkju að viðstöddu fjölmenni. Sr. Lárus Guðmundsson prestur í Holti prédikaði.


Að messu lokinni hófust skólaslitin í samkomusal skólans. Var fyrst sunginn sálmur, en síðan flutti Arngrímur Jónsson skólastjóri skólaslitaræðu.


Um skólastarfið sagði hann m.a.:

...
Meira
03.05.2015 - 22:32 | Ólafur V. Þórðarson, fréttaritari Þingeyrarvefsins í Hafnarfirði:

Við sjávarsíðuna

Frá grásleppuveiðum í Önundarfirði fyrir rúmum 30 árum. Ljósm.: BIB
Frá grásleppuveiðum í Önundarfirði fyrir rúmum 30 árum. Ljósm.: BIB
« 1 af 2 »

Góð aflabrögð á grásleppuveiðum.
Samkvæmt fréttum Fiskistofu frá 14. apríl 2015 voru komin á land 1607 tonn af grásleppu, en á sama tíma árið 2014 voru það 674 tonn.


Aflahæsti báturinn var Sæborg NS 40 með 46,3 tonn.


Nú hafa verið gefin út 148 leyfi til grásleppuveiða en 369 leyfi árið 2011 þegar þau voru flest.

...
Meira
03.05.2015 - 20:47 | Hallgrímur Sveinsson

Harmonikufjör á Þingeyri í gær

Gulli Magg og Stjáni í Miðbæ skiptast á skoðunum. Skal ekki umræðuefnið vera harmonikan? Ljósm.: H.S.
Gulli Magg og Stjáni í Miðbæ skiptast á skoðunum. Skal ekki umræðuefnið vera harmonikan? Ljósm.: H.S.
« 1 af 4 »
Dagur harmonikunnar var haldinn hátíðlegur um land allt í gær, 2. maí 2015.  
Svo var einnig í Félagsheimilinu á Þingeyri. Harmonikukarlarnir, Lóa og Líni héldu upp stanslausu fjöri ásamt Eddu Arnholtz söngvara sínum. Inn á milli spiluðu gestaspilarar frá Ísafirði með Villa Valla í fararbroddi. Þeir láta sig aldrei vanta þegar ljúfir tónar eru annars vegar. 
Félagsheimilið var smekkfullt af gestum og komu margir frá Flateyri og Ísafirði og byggðunum þar í kring.  Og sumir komu bara alla leið frá Bolungarvík. ...
Meira
03.05.2015 - 07:07 | Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Hrós vikunnar

   Myndatexti: Sigurður Þ. Gunnarsson, fyrrum hreppstjóri í Þingeyrarhreppi. Hreppstjórahúfan var í það minnsta. Það gerði nú ekkert til. Hann þurfti sjaldan að setja hana upp, enda fólk í hans hreppi mjög löghlýðið. Fyrirrennari hans, Gunnar Jóhannesson, þurfti þess ekki heldur. Ljósm.: H. S.
Myndatexti: Sigurður Þ. Gunnarsson, fyrrum hreppstjóri í Þingeyrarhreppi. Hreppstjórahúfan var í það minnsta. Það gerði nú ekkert til. Hann þurfti sjaldan að setja hana upp, enda fólk í hans hreppi mjög löghlýðið. Fyrirrennari hans, Gunnar Jóhannesson, þurfti þess ekki heldur. Ljósm.: H. S.
« 1 af 3 »
Hrós vikunnar fær Sigurður Þ. Gunnarsson, hreppstjóri frá Miðbæ í Haukadal, fyrir að trúa á mátt moldarinnar. 

Sigurður setur niður kartöflur á hverju vori. Er með seigari mönnum í kartöfluræktinni hér vestra. Þetta mættu fleiri gera sem vettlingi geta valdið. Alls staðar hægt að fá garðland. Kartaflan  er stórkostleg jurt að maður tali nú ekki um gulrófur, gulrætur og allt kálið. Hreppstjórinn okkar ræktar heilmikið af þessum dásamlegu jurtum líka....
Meira
Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31