09.05.2018 - 13:43 |
Fyrirlestur fyrir húseigendur á köldum svæðum
Fyrir húseigendur á köldum svæðum skiptir orkunotkun og nýting miklu máli, en kostnaður við orkuneyslu getir orðið allhár sé miðað við önnur heitari svæði landsins. Baldvin Þór Harðarsson er sérfræðingur í orkunýtingu og notkun, eh hann er búsettur í Færeyjum og starfar sem orkuráðgjafi hjá Hitamyndum í Færeyjum. Baldvin er nú staddur á norðanverðum Vestfjörðum þar sem hann heldur fyrirlestraröð um orkunýtingu fyrir húseigendur á köldum svæðum.
Baldvin Þór mun fjalla um einangrun, loftun, gler, rakamyndun, varmadælur og fleira, sem ætti að henta vel áhugasömum húseigendum á köldum svæðum.
Baldvin hefur núþegar haldið fyrirlestra á Bolungarvík, Suðureyri og Flateyri, og mun síðasti fyrirlesturinn í röðinn vera haldinn í Blábankanum á Þingeyri kl. 16:00.
Áhugasamir eru hvattir til að mæta.