A A A
  • 1950 - Margrét Guðjónsdóttir
  • 1955 - Angantýr Valur Jónasson
01.05.2018 - 17:05 |

1. maí haldinn hátíðlegur

Verkalýðsdagurinn 1. maí er venju samkvæmt haldinn hátíðlegur um land allt en á Íslandi var fyrsta kröfugangan á fyrsta maí gengin 1923. Hátíðisdagur verkamanna og baráttudagur verkalýðsins hefur verið löggiltur frídagur á Íslandi síðan 1966
Dagsetning verkalýðsdagsins á uppruna sinn í samþykkt alþjóðaþings sósíalista árið 1889, sem valdi deginum heitið „alþjóðlegur verkalýðsdagur“. Í Bandaríkjunum og Kanada er  haldið upp á verkalýðsdag (Labor Day) fyrsta sunnudag í september. Hugmyndin um að heiðra verkamenn á þennan hátt var sett fram í Bandaríkjunum árið 1882 og fyrstu lagaákvæðin voru sett þar árið 1887. Í Ástralíu og Nýja-Sjálandi er haldið upp á verkalýðsdag í október.
(Upplýsingar fengnar af vef Almanaks Háskóla Íslands) 

Gleðilegan hátíðisdag verkalýðsins og baráttukveðjur til allra stétta um land allt. 
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30