A A A
  • 1920 - Jón Þ Sigurðsson
  • 1940 - Edda Arnholtz
  • 1992 - Ólöf Guðbjörg Jónasdóttir
  • 2006 - Jóhann Króknes Torfason
  • 2006 - Sigríður Króknes Torfadóttir
Bæjarfulltrúar Í-listans vilja auka hlut strandveiða.
Bæjarfulltrúar Í-listans vilja auka hlut strandveiða.
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar tekur undir kröfur Landssambands smábátaeigenda (LS) um að auka heildarafla í strandveiðum. Í ályktun bæjarstjórnar sem lögð var fram af bæjarfulltrúum Í-listans segir að krafa smábátaeigenda um 2000 tonna aukningu sé full hógvær og nauðsynlegt sé að auka aflahlut strandveiða um 12 þúsund tonn, þannig að hann nemi 20 þúsund tonnum. „Vestfirðingar allir hafa þurft að taka á sig þá skerðingu sem verið hefur í þorskveiðum í langan tíma auk afleiðinganna af grimmúðlegum samfélagsáhrifum kvótakerfisins. Það er ekki nema sanngjarnt að þeir fái hlutdeild í aukningu þegar hún er möguleg,“ segir í ályktun bæjarstjórnar.

Í ályktuninni segir að það sé ólíkt gleðilegra að sjá afla af Vestfjarðamiðum koma á land á Vestfjörðum, en að sjá honum siglt beina leið af miðunum án þess að eiga hér nokkra viðkomu. Strandveiðikerfið er einföld og sanngjörn byggðaaðgerð þar sem smærri sjávarbyggðir njóta nálægðar við fiskimiðinu, ólíkt því sem leiðir af núverandi kerfi samþjöppunar. „Arðurinn af veiðunum smábáta rennur þannig í mun meiri mæli til þeirra samfélaga sem ættu að njóta nálægðar sinnar við fiskimiðin og til þeirra einstaklinga sem raunverulega skapa verðmætin.“

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks létu bóka andstöðu sína við aukningu á hlutdeild strandveiða. Þeir álíti það til lítils að taka aflaheimildir úr einum útgerðarflokki og setja í annan. „Slíkt er aðför að fyrirtækjum sem haldið hafa uppi atvinnu í bæjarfélaginu um árabil en ekki síður að starfsfólki þeirra,“ segir í bókun sjálfstæðismanna.
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31