A A A
  • 1950 - Árni Ásbjörn Jónsson
  • 1962 - Siggeir Stefánsson
09.06.2015 - 06:22 | Hallgrímur Sveinsson

Vegurinn í Lokinhamradal orðinn jeppafær

Þrír vegagerðarkappar staddir í Hrafnholum undir Helgafelli. Frá vinstri: Gunnar G. Sigurðsson, Elís Kjaran og Guðmundur St. Gunnarsson Ljósm.:  H. S.
Þrír vegagerðarkappar staddir í Hrafnholum undir Helgafelli. Frá vinstri: Gunnar G. Sigurðsson, Elís Kjaran og Guðmundur St. Gunnarsson Ljósm.: H. S.
« 1 af 3 »

Fréttir úr Auðkúluhreppi 1:

Vegurinn í Lokinhamradal, sem sumir leyfa sér að kalla Kjaransbraut, opnaðist fyrir nokkrum dögum. Gunnar Gísli Sigurðsson, yfirlautinant, fór á Payloader sínum og opnaði veginn og er hann nokkuð greiðfær fyrir fjórhjóladrifsbíla. Fór hann alla leið inn á fjörurnar, utan Skútabjarga. Þar er enn þrællokað vegna stórgrýtis sem Ægir konungur hefur mokað í vetur upp í fjöruna. Er það hefðbundið hjá kallinum og þarf að fá beltagröfu til að redda því með Gunnari eins og undanfarin ár. Óvíst er hvenær farið verður í fjörurnar að sögn Gunnars Gísla. 

 

HallgrímurSveinsson.

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31