A A A
  • 1935 - Soffía Einarsdóttir
Hún tvílembda Móra er í góðum málum. Hefur fengið að halda ullinni sinn. Ljósm.: H. S.
Hún tvílembda Móra er í góðum málum. Hefur fengið að halda ullinni sinn. Ljósm.: H. S.
« 1 af 2 »

Úr Heita pottinum:

Spekingarnir í Heita pottinum  á Þingeyri láta ekki að sér hæða. Í morgun var verið að ræða um sauðkindina og hvernig henni reiðir af án hinnar einu varnar sem náttúran hefur gefið henni. Semsagt ullarlausri með tvö og þrjú lömb til að fæða.

   Þá sagði ein frúin:

  „Hvernig ætli hefði farið fyrir léttadrengnum á Brekku ef honum hefði nú verið sleppt út úr fjárhúsinu allsberum í því ógnarlega vatns-og slydduveðri sem var í vikunni?“

   Ekki stóð á svari hjá spekingnum:

   „Hann hefði verið dauður eftir klukkutíma. Hefði króknað nákvæmlega eins og ullarlausar ærnar í tuga- eða hundraðatali hér fyrir vestan.“

    Menn voru algjörlega sammála um að það sé nákvæmlega sama lögmálið, hvort sem um mannskepnuna er að ræða eða sauðkindina. Nema hvað sauðkindin er harðgerðari.  

 

Hallgrímur Sveinsson.

« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31