A A A
  • 1958 - Helga Sigurrós Bergsdóttir
  • 1976 - Gunnar Ragnar Hjartarson
  • 1993 - Karín Mist Kjerúlf
17.06.2015 - 06:57 | Hallgrímur Sveinsson

Danir og handritin

Jón Sigurðsson.
Jón Sigurðsson.

Í tilefni dagsins: Karlssonur að vestan fór út í heim 2. grein

Nokkrum árum eftir að Íslendingar stofnuðu lýðveldi sitt á afmælisdegi Jóns Sigurðssonar, afhentu þeir fyrrum hjálendu sinni þjóðargersemar hennar, handritin, sem Jón Sigurðsson hafði varið stórum hluta ævi sinnar til að rannsaka. Hér var um heimsatburð að ræða, sem er trúlega einsdæmi. Jafngildir það því að Bretar hefðu opnað British Museum og skilað til dæmis Egyptum þjóðargersemum þeirra sem þar eru varðveittar.

   Framganga Dana í garð Íslands í þeim málum sem hér hafa verið dregin fram í dagsljósið, er skínandi fordæmi fyrir sumar þjóðir heims í dag og gætu ýmsir leiðtogar þeirra margt af þeirri sögu lært. Hvað Íslendinga snertir, þá virðist kominn tími til fyrir okkur að endurskoða ýmislegt í sögu okkar sem Dönum viðkemur. Það er ekki viturlegt að halda einungis því á lofti sem miður fór í samskiptum þjóðanna, heldur þurfum við að hrósa Dönum fyrir það sem þeir gerðu vel. Það gæti verið góð landkynning fyrir okkur sjálfa.

 

17. júní 2015

 

Hallgrímur Sveinsson.

« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31