A A A
  • 1954 - Fríður Jónsdóttir
  • 1957 - Sigurður Rúnar Jónsson
18.06.2015 - 15:50 | bb.is,BIB

Afmælishátíð og útskrift á Hrafnseyri

Á Hrafnseyri 17. júní 2015. Ljósm.: Davíð Davíðsson.
Á Hrafnseyri 17. júní 2015. Ljósm.: Davíð Davíðsson.

Haldið var upp á þjóðhátíðardaginn á Hrafnseyri við Arnarfjörð, fæðingarstað Jóns Sigurðssonar, forseta í gær. Hátíðin hófst með guðsþjónustu þar sem séra Hildur Inga Rúnarsdóttir, sóknarprestur á Hrafnseyri þjónaði fyrir altari. Hátíðarræðu dagsins flutti Steinunn Stefánsdóttir, fyrrverandi formaður og núverandi varaformaður Kvenréttindafélags Íslands. Steinnunn fjallaði m.a. um að jafnrétti kynjanna væri engan vegin náð, þó stjórnarskrá og lagaumhverfi segi svo. Skoða þurfi bæði orsakir og afleiðingar í sambandi við jafnrétti kynja og efla jafnréttisfræðslu í skólum. 

Þórhildur Steinunn Stefánsdóttir, sópran söng lög eftir séra Sigtrygg Guðlaugsson frá Núpi og fleiri við undirleik Kristins Níelssonar og Kirkjukór Þingeyrarprestakalls söng við undirleik Tuuli Rähni, orgelkeikara. Þá var Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir útnefndur bæjarlistamaður Ísafjarðarbæjar. Einnig var gestum boðið í kaffi og rjómakökur og börnin fengu að fara á hestbak undir leiðsögn. 

Þá var komið að útskrift meistarnema frá Háskólasetri Vestfjarða. Það er siður hjá Háskólasetri Vestjarða að útskrifa nemendur á 17. júní á Hrafnseyri þó formleg útskrift nemenda fari fram hjá Háskólanum á Akureyri. Þetta er tíunda starfsár Háskólasetursins á Ísafirði og í ár voru útskrifaðir 9 nemendur úr haf- og Strandsvæðastjórnun. Nemendur setursins koma alls staðar að úr heiminum, búa á Ísafirði og kynnast bænum vel meðan á dvöld þeirra stendur og hefur reynslan sýnt að fjótlega eftir komuna til Ísafjarðar eru þeir farnir að taka fullan þátt í samfélaginu á staðnum. Það sama má segja um íslenska nemendur Háskólasetursins. 

Peter Weiss sem verið hefur forstöðumaður Háskólasetursins frá upphafi og Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri útskrifuðu nemendur sem settu upp skotthúfur að vestfirskum sið við tilefnið. Patricia Manuel hélt tölu fyrir hönd kennara við Háskólasetrið, en kennarar koma víða að til að kenna við setrið. Patricia talaði um að Vestfirðingar væru einstakt fólk og gestrisið. Allir hefðu opnað arma sína fyrir nemendum og kennurum Háskólasetursins. 

Hátíðahöldunum lauk með fjöldasöng þar sem bæði útskriftaremendur og gestir sungu lagið „Sigling“ eða „Hafið bláa hafið“ eins og það er betur þekkt, við raust. 


Á þessari slóð má sjá myndir Davíðs davíðsssonar frá Þingeyri sem hann tók á Hrafnseyri í gær 17. júní 2015

 

https://www.facebook.com/pages/Arnarfj%C3%B6r%C3%B0ur/111243365593485?pnref=story

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31