A A A
  • 1950 - Árni Ásbjörn Jónsson
  • 1962 - Siggeir Stefánsson
18.06.2015 - 19:59 | skutull.is,BIB

Íslenski fáninn 100 ára

Flaggað fimm íslenskum fánum að Sólbakka 6 á Flateyri fyrir nokkrum árum. Ljósm.: BIB
Flaggað fimm íslenskum fánum að Sólbakka 6 á Flateyri fyrir nokkrum árum. Ljósm.: BIB

Íslenski fáninn er 100 ára gamall á á morgun, föstudaginn 19. júní 2015.
Sama dag og konungur staðfesti stjórnarskrárbreytingu sem leiddi í lög kosningarétt kvenna, var staðfest með konungsúrskurði að Íslendingar fengu sinn eigin þjóðfána, til nota innanlands og innan landhelgi við strendur landsins, sem þá var aðeins ein sjómíla. Íslenskur þjóðfáni varð alþjóðlegur siglingafáni og fullgildur þjóðfáni með fullveldi landsins 1. desember 1918. Þríliti fáninn með hvítum krossi á bláum grunni og rauðum krossi innan í þeim hvíta, varð niðurstaðan eftir miklar og heitar umræður í landinu. Margir vildu halda í tvílita bláa fánann með hvítum krossi, en þessi varð niðurstaðan. Rauði liturinn á að tákna eld, blái liturinn hafið og himininn og hvíti liturinn jökla. Rautt og hvítt táknar þannig eld og ís. Litirnir eru hinir sömu og í franska þjóðfánanum, þar sem lititnir tákna slagorð Frönsku byltingarinnar: Frelsi, jafnrétti, bræðralag.


Rauði liturinn kom frá Dönum

Rauði liturinn var settur í íslenska fánann að beiðni danskra stjórnvalda en Íslendingar höfðu fyrst valið sér bláhvítan fána. Meginröksemd Dana var sú að bláhvíti fáninn væri allt of líkur gríska fánanum og raunar alveg eins og grískur sérfáni, konungsfáninn. Málið var Danakonungi nokkuð skylt þar sem Georg I, konungur Grikklands 1863-1913, var sonur Kristáns IX Danakonungs (1863-1906) og albróðir Friðriks VIII Danakonungs (1906-1912). Margir íslenskir þjóðernissinnar kunnu hins vegar rauða litnum illa vegna þess að tillagan um hann var upphaflega dönsk. Því var haldið fram að tillagan ætti rætur að rekja til þess að minna ætti á tengsl Íslands og Danmerkur en eins og er kunnugt er rautt grunnlitur danska fánans. Þetta er miklu langsóttari skýring en sú staðreynd að bláhvítur krossfáni var þegar í gildi í Grikklandi. Þetta má lesa á Vísindavefnum og nánar um sögu íslenska fánans má lesa á vef stjórnarráðsins.

 

Af www.skutull.is

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31