A A A
  • 1920 - Jón Þ Sigurðsson
  • 1940 - Edda Arnholtz
  • 1992 - Ólöf Guðbjörg Jónasdóttir
  • 2006 - Jóhann Króknes Torfason
  • 2006 - Sigríður Króknes Torfadóttir
28.06.2015 - 21:50 | Björn Ingi Bjarnason

Hallgrímur Sveinsson er 75 ára í dag - 28. júní 2015

Hallgrímur Sveinsson. Ljósm.: Davíð Davíðsson.
Hallgrímur Sveinsson. Ljósm.: Davíð Davíðsson.
« 1 af 3 »

Léttadrengurinn,  Hallgrímur Sveinsson á Brekku í Dýrafirði, er 75 ára í dag,  28. júní 2015.

Hallgrímur Sveinsson er f.v. kennari og skólastjóri á Þingeyri og einnig Hrafnseyri.

Hallgrímur Sveinsson var í áratugi staðarhaldari á Hrafnseyri við Arnarfjörð og hefur flestum öðrum mönnum fremur á síðari áratugum haldið nafni Jóns Sigurðssonar  forseta, sögu hans og arfleifð á lofti. Hann og eiginkona hans, Guðrún Steinþórsdóttir, bjuggu á Hrafnseyri í rúm 40 ár, ráku þar fjárbúskap og sáu um vörslu og umhirðu staðarins fyrir hönd Hrafnseyrarnefndar.

Undir nafni Vestfirska forlagsins hefur Hallgrímur í um tuttugu ára skeið gefið út fjölda bóka, sem langflestar eru helgaðar vestfirsku efni með einum eða öðrum hætti.

Vestfirska forlagið hefur á síðari árum gefið út allt upp í tuttugu og þrjá titla á ári og er heildarfjöldi titla samtals um 300.

Útgáfustarfið í þágu vestfirskra fræða og vestfirskra málefna er og hefur verið brennandi áhugamál Hallgríms en ekki gróðavegur.

Björn Ingi Bjarnason

« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31