A A A
  • 1950 - Árni Ásbjörn Jónsson
  • 1962 - Siggeir Stefánsson
29.06.2015 - 07:02 | Hallgrímur Sveinsson

Vestfjarðatíðindi koma út í þessari viku.

Í þessari viku koma út ný Vestfjarðatíðindi hjá Vestfirska forlaginu.

Forlagið hefur nokkrum sinnum áður gefið út slík tíðindi. Í þeim er allskonar efni úr ýmsum áttum  um Vestfirði fyrir heimamenn og gesti þeirra.

Í þessu tölublaði er m. a. fjallað um reynsluna sem oft er á við margra ára háskólanám. Glettur við skattsjórann nefnist frásögn að mestu í bundnu máli þar sem sagt er frá því er Elís okkar Kjaran var að glettast við núverandi lögreglustjóra í Reykjavík. Fjallað er um hver eigi óveiddan fiskinn í sjónum og Hornstrandir eiga sinn sess í þessu blaði.

Heiðurshjónin Camilla Sigmundsdóttir og Matthías Guðmundsson koma lítillega við sögu og svo mætti lengi telja.

Hægt verður að ganga að Vestfjarðatíðindum ókeypis á ýmsum sölustöðum.

Vestfirska forlagið

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31