A A A
  • 1920 - Jón Þ Sigurðsson
  • 1940 - Edda Arnholtz
  • 1992 - Ólöf Guðbjörg Jónasdóttir
  • 2006 - Jóhann Króknes Torfason
  • 2006 - Sigríður Króknes Torfadóttir
07.07.2015 - 21:16 | Björn Ingi Bjarnason

7. júlí 2015 – Afmælisbarn dagsins - Þröstur Sigtryggsson

Þröstur Sigtryggsson.
Þröstur Sigtryggsson.

Dýrfirðingurinn Þröstur Sigtryggsson er þekktastur sem skipherra hjá Landhelgisgæslunni.

Hann hefur gert fleira um dagana en að stjórna varðskipum í þorskastríðum, m.a. hefur hann samið mörg góð lög.

Þröstur fæddist að Núpi í Dýrafirði 7.júlí 1929 og ólst þar upp. Foreldrar hans voru Sigtryggur Guðlaugsson prestur og skólastjóri og kona hans Hjaltlína Margrét Guðjónsdóttir kennari.

 Hann hóf sjómennskuferil sinn á síldveiðum með frænda sínum Valdimar Kristinssyni skipstjóra og bónda á Núpi á Jökli frá Vestmannaeyjum 1947. Sumarið eftir var hann á síld á Sæhrímni frá Þingeyri með Guðmundi Júní.

Þröstur var svo viðvaningur og háseti hjá landhelgisgæslunni frá 1949,stýrimaður 1954 og skipherra 1960. Hann lét af störfum hjá Gæslunni um haustið 1990.

Þröstur kenndi íslensku, ensku og dönsku við Grunnskóla Þingeyrar í tvo vetur '90-'92 og réri á eigin trillu, Palla krata, sumrin '93 og '94.

Þetta er nú nánast allur starfsferillinn ef frá eru talin 10 sumur við arfatínslu og vökvun blóma í Skrúð og kúskur í vegavinnu hluta úr tveim sumrum.

Æviminningabrot Þrastar, SPAUGSAMI SPÖRFUGLINN kom út hjá Erni og Örlygi 1987.

 Hann var sæmdur Riddarakrossi hinnar íslensku Fálkaorðu 17. júní 1976.

Björn Ingi Bjarnason

« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31