A A A
  • 1958 - Helga Sigurrós Bergsdóttir
  • 1976 - Gunnar Ragnar Hjartarson
  • 1993 - Karín Mist Kjerúlf
09.07.2015 - 18:46 | Hallgrímur Sveinsson og Bjarni Georg Einarsson

Japl, jaml og fuður

Hallgrímur Sveinsson og Bjarni G. Einarsson.
Hallgrímur Sveinsson og Bjarni G. Einarsson.

Hugleiðing um hásumar:

Elstu menn muna ekki annað en það séu alltaf sömu vandræðin með blessað gamla fólkið og þá sem  minna mega sín. Ef einhverjar lagfæringar eru gerðar á kjörum launafólks upphefst eilíft japl, jaml og fuður um það hvort gamlingjarnir eigi að fá það sama. Og öryrkjar. Skiptir þá ekki máli hverjir sitja í ráðherrastólunum.

Það er enginn að tala um að þeir sem hafa aðgang að góðum lífeyrissjóðum eigi að fá einhverjar sjálfkrafa hækkanir á ellilífeyri. Þeir hafa það gott, ekki síst opinberir starfsmenn sem hafa látið af störfum. Nei, við erum að tala um þá sem hafa nakinn ellilífeyririnn og nánast ekkert annað. Og öryrkja sem eru sannanlega bundnir við hjólastólinn og aðrir slíkir. Og einstæðar mæður. Semsagt þá sem lepja dauðann úr skel. Hafa ekki bakhjarl í lífeyrissjóðum.

Spyrja verður: Hversu fjölmennur er umræddur hópur? Er íslenska stjórnsýslan kannski svo mikið úti að aka að hún veit ekki hvaða fólk þetta er og hvernig á að ná sambandi við það?

Hallgrímur Sveinsson og Bjarni G. Einarsson.

« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31