A A A
  • 1935 - Soffía Einarsdóttir
09.07.2015 - 22:35 | Emil Ragnar Hjartarson

Ljóðadagur í Dýrafirði

Emil Ragnar Hjartarson. Ljósm.: BIB
Emil Ragnar Hjartarson. Ljósm.: BIB
« 1 af 2 »

Það eru enn ljóðadagar og allt gjaldgengt.

Þetta var einn af þessum sumarfögru logndögum í Dýrafirði. Hann Valdi gamli Sól heilsaði okkur kostgöngurunum í Gamla Spítalanum á sama hátt og hann gerði svo oft: "Góðan daginn drengir. Það er farið að rjúka á Höfda" Sá reykur hefur þá stigið beint upp eins og hjá Abel forðum og sagt er frá í guðsorði.-

-Ég átti að vera í áhaldahúsinu þennan dag við alls konar tiltektir og einnig að aðstoða hann "Áhalda-Bjössa" eins og við kölluðum hann Björn Jónsson, eðalkrata og umsónarmann áhaldahússins, þann sem steypti rörin sem lögð voru í vegræsi á þessari tíð.Hinir úr vegavinnuflokknum að bjástra eitthvað uppi á Brekkudal.

Ég veitti því athygli á leið minni inneftir að þeir voru að flagga á reistum sperrum hússins sem var í smíðum, fengju heldur en ekki veðrið til að halda reisugilli. Ég tók til starfa á fyrirskipuðum stað en hafði ekki verið lengi að þegar húsasmíðameistarinn birtist inni á miðju gólfi og lagði af honum yndælis kaupstaðarlykt. Heimtaði hann að þegar í stað yrði orkt fagnaðarljóð og undir sönghæfu lagi, til dæmis "Hvað er svo glatt", kvaðst hann myndu "samvotta húseiganda gleði" með söng og vantaði kvæði sem hæfði tilefninu.

Var lagst djúpt og hugsað stíft áður en þessi diktur fæddist:


Fánann upp því flaskan bíður okkar
frúin geymdi hana í alla nótt
Brennivínsins bragðið góða lokkar
bregðum hamri títt og neglum fljótt.
Sú eina flaska eykur góða skapið
ekki nóg - en það er huggun mín
að húsbóndinn nú eykur enn við tapi
á Ísafjörð hann sækir meira vín"

Meistara fannst þetta þess konar dýrindis kveðskapur að tæplega yrði betur gert þó leitað væri til þjóðhagyrðingsins á Sveinseyri.--læriði ljóðið og gekk á braut syngjandi.

Eftir hádegið flutti Tommi í Tröð steypurör inn á Drangahlíð og að ræsi ofan við Haugsnes , ég aðstoðaði við flutninginn.

Segir ekki meira af meistara og fagnaðarljóði fyrr en um kvöldið þegar við Benni og Gvendur Gunnars gengu til náttstaðar í áhaldahúsinu eftir kvöldverð hjá Ragnheiði á Gamla Spítalanum--situr þá ekki húsasmíðameistarinn í hægu sæti inni í Skjólvík er með gesti og er ölmóður, horfir á sólarlagið og berast frá honum slitur af fagnaðarljóði sem hann hefur uppgötvað að má allt eins syngja við Litlu fluguna.

Skildi þar með okkur að sinni.

 

Facebook-síða Emils R. Hjartarsonar.

« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31