A A A
  • 1950 - Árni Ásbjörn Jónsson
  • 1962 - Siggeir Stefánsson
08.07.2015 - 18:56 | Hallgrímur Sveinsson,BIB

Prakkararnir frá Bíldudal í Simbahöllinni annað kvöld

 Elfar Logi og Jón Sigurður á heimavelli á Bíldudal.
Elfar Logi og Jón Sigurður á heimavelli á Bíldudal.

Elfar Logi Hannesson og Jón Sigurður Eyjólfsson kynna bók sína Bíldudals bingó í Simbahöllinni á Þingeyri annað kvöld, fimmtudaginn 9. júlí 2015, kl. 21,00.  

  Sú bók er uppfull af uppvaxtarsögum að vestan en þær komu uppá yfirborðið þegar mannfræðingur rannsakaði þá fóstbræður. Rannsóknin var gerð til að vísindamenn gerðu sér betri grein fyrir heilkenni einu sem er algengt á Bíldudal með þeim afleiðingum að fólk þar vex ekki uppúr barnaskap sínum.

   Bók þeirra ærslabelgjanna frá Bídudal hefur verið vel tekið og er fyrsta upplag nánast á þrotum eða þannig sko.

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31