A A A
  • 1950 - Árni Ásbjörn Jónsson
  • 1962 - Siggeir Stefánsson
16.08.2015 - 08:37 | Emil Ragnar Hjartarson,BIB

Þegar Guðmundur Hagalín kom í lestíma að Núpi

Emil Ragnar Hjartarson á Vorfagnaði; Dýrfirðinga, Önfirðinga og Súgfirðinga á Hótel Sögu í vor þar sem hann fór á kostum. Ljósm.: Guðmundur Jón Sigurðsson.
Emil Ragnar Hjartarson á Vorfagnaði; Dýrfirðinga, Önfirðinga og Súgfirðinga á Hótel Sögu í vor þar sem hann fór á kostum. Ljósm.: Guðmundur Jón Sigurðsson.
« 1 af 7 »

Núpsskóli veturinn 1952.

Við erum í lestíma eftir kvöldmat. Í lestímum sátu nemendur og lásu lexíurnar fyrir morgundaginn,ævinlega viðstaddur kennari sem sá um að menn héldu sig að verki.

Að þessu sinn situr Arngrímur Jónsson í kathedrunni, torræður á svip --væri ekki hissa þótt honum leiddist. Arngrímur var ágætur kennari. Hann kenndi mér eðlisfræði þennan vetur. Það er auðvitað grafarþögn. Skyndilega er stofuhurð svipt úr falsi, dyr opnaðar og inn ganga skólastjóri, séra Eiríkur J. Eiríksson og á undan honum ryðst enginn annar en Guðmundur Hagalín rithöfundur. Hann hafði dvalið á Núpi um skeið og unnið að öðru bindi ævisögu sinnar "Sjö voru sólir á lofti"---ég man ekki hvort hann er fæddur þegar punktur var settur aftan við það bindi en fjallar þeim mun meira um ættmenn hans sem bjuggu ekki langt frá Núpi-- á Mýrum og Meiri-Garði. Sjálfsævisögubækurnar urðu margar.

Guðmundur tekur sér stöðu við hlið kennaraborð og byrjar upplestur, formálalaust. Sögur af forfeðrum hans sannar og hálfsannar ,og sömuleiðis sögur af undarlegum og sérkennilegum samborgurum þeirra Guðmundur er snilldar upplesari, bregður sér ´´i "allra kvikinda líki" , hermir eftir fasi og raddblæ. Hann hafði tóbaksklútinn sinn fyrir "sviðsmynd" brá honum ofan á höfuðið ef hann lék einhverja kerlinguna.Það var eins og menn vita ein hans sterkasta hlið að búa til samtöl milli persóna sinna og gefa hverri um sig sitt einkanlega málfar Mér er þessi stund í kennslustofunni á Núpi fersk í minni. Ég hef hvorki fyrr né síðar hlegið svo mikið sem þetta kvöld Mér var orðið svo illt af hlátri að nálgaðist kvalir. og svo var um flesta, ég man eftir Adda Ragnars sessunauti mínum--hann tísti í einhveri örvæntingar falsettu og hélt um rifjahylkið. Það var nánast hætt að heyrast hláturhljóð en menn rauðir í andliti og eins og stirnaðir í brosgrettu.Ekki bætti úr skák að skólastjórinn okkar, sem jafnan var með alvörusvip, var engu betri.

Hagalín birtist oftar óvænt í lestíma og skemmti með upplestri úr handriti þessa bindis ævisögunnar. Ég kannaðist við margt þegar ég löngu seinna las bókina.

Þegar Hagalín fór frá Núpi var hann fluttur sjóleiðs til Þingeyrar, kom bátur á Alviðrusjó að sækja hann. Þá gengu þeir saman til sjávar, skáldið og skólastjórinn í fararbroddi og nemendur allir í prósessíu á eftir.Kvatt með söng í fjörunni. Þessi gestur okkar gaf lífinu sannarlega lit í einangruninni. Svo var einnig um annan aufúsugest, Axel Andrésson, sendikennara Í.S.Í. Væri vel þess virði að gera honum nokkur skil líka síðar meir.


Afsakið málæðið.

Af Facebook-síðu Emils R. Hjartarsonar.

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31