16.08.2015 - 06:50 | Hallgrímur Sveinsson
„Það má andskotinn vita“
Úr því við erum að birta léttar gamansögur af Ásgeiri forseta, megum við til með að láta þessa fylgja af starfsbróður hans, Kristjáni Eldjárn.
Þegar Kristján Eldjárn var í forsetaframboði, kom hann á æskuslóðir sínar og gamall vinur hans sagði, er hann kvaddi hann: “Vertu nú blessaður og sæll og Guð veri með þér.” “Heldurðu að hann sé ekki örugglega með mér”, spurði Kristján. “Það má andskotinn vita,” svaraði karlinn.
Heimild: Safnarasíðan.
Hallgrímur Sveinsson.