A A A
  • 1975 - Marta Sierzputowska
  • 1995 - Salóme Björt Kjerúlf
  • 1997 - Heiðdís Birta Jónsdóttir
  • 1997 - Hafdís Katla Jónsdóttir
01.09.2015 - 20:19 | Hallgrímur Sveinsson

Fannirnar á Snæfjallaströndinni 31. ágúst 2015

Fannirnar á Snæfjallaströnd í Djúpi 31. ágúst 2015. Ljósm. H. S.
Fannirnar á Snæfjallaströnd í Djúpi 31. ágúst 2015. Ljósm. H. S.
Léttadrengurinn á Brekku og Láfi Vedd voru á ferðinni á Ísafirði í gær. 
Þeir smelltu mynd af Snæfjallaströndinni. 
Hér geta menn séð fannirnar þar svart á hvítu. Þetta eru alveg svakalegir skaflar segja kunnugir.
Ströndin sú ber nafn með rentu....
Meira
01.09.2015 - 06:34 | Morgunblaðið,BIB

Af Rjómaballinu og Guðna

Margrétr Hauksdóttir og Guðni Ágústsson. Ljósm.: BIB
Margrétr Hauksdóttir og Guðni Ágústsson. Ljósm.: BIB
« 1 af 3 »
Guðni Ágústsson skrifaði mér á sunnudaginn: 
„Ég sendi skáldunum orð vegna Rjómaballsins. Skáldin glöddu Eyfirðinga með kveðskap á Handverkshátíðinni, ekki síst um fuglahræðu-þemað. Nú stjórnaði ég Rjómaballinu á Núpi, uppskeruhátíð vestfirskra bænda, í umboði Helgu Guðnýjar Kristjánsdóttur, bónda í Botni. Ég bar saman Rjómann og drulluna á Mýrarboltanum, rjóminn er góður og gleður en drullan er verri og viðbjóðsleg. Rjóminn og skyrið sem menn sletta eru dásamlegar afurðir kýrinnar. Það lífgar upp á mig að fá vísu, sagði ég skáldunum, og vestfirskir bændur gleðjast þegar skáldin yrkja.

Fyrstur er Pétur Pétursson læknir:

...
Meira
Núpur í Dýrafirði. Ljósm.: BIB
Núpur í Dýrafirði. Ljósm.: BIB
« 1 af 2 »
Eigendur Hótels Núps í Dýrafirði hafa boðið Eygló Harðardóttur velferðarráðherra að nýta Núp í Dýrafirði til að taka á móti flóttamönnum frá Sýrlandi. Mikill þungi er í samfélaginu vegna ástandsins í Sýrlandi og á landamærum Evrópu þar sem fjöldi fólks deyr á hverjum degi við að reyna að flýja stríðið í Sýrlandi. Ríkisstjórnin áætlar að taka á móti 50 flóttamönnum og finnst mörgum það lítið miðað við umfang vandans. Mikil virkni er á Facebooksíðunni Kæra Eygló – Sýrland kallar þar sem fólk býður fram húsaskjól og aðra aðstoð við móttöku á flóttamönnum. ...
Meira
Kristjana Hrefna Ingibjörg Sigurðardóttir.
Kristjana Hrefna Ingibjörg Sigurðardóttir.
Kristjana Hrefna Ingibjörg Sigurðardóttir fæddist 21. maí 1920 í Laufási, Þingeyri við Dýrafjörð.
Hún lést á Seljahlíð 21. ágúst 2015. Foreldrar hennar voru Sigurður Friðrik Einarsson kennari, f. 25. september 1875, d. 7. september 1962 og Þórdís Jónsdóttir húsmóðir, f. 1. júní 1883, d. 5. maí 1952. Hrefna var þriðja yngst og ein eftirlifandi 11 systkina. Systkini hennar voru Sigríður Ingveldur, f. 1903, d. 1903, Lilja, f. 1904, d. 1995, Jón, f. 1905, d. 1963, Þórunn, f. 1907, d. 1997, Einar, f. 1910, d. 1977, Ásta Marsibil, f. 1914, d. 2002, Sigurður, f. 1916, d. 1977, Hrefna, f. 1918, d. 1919, Gunnhildur Guðrún, f. 1923, d. 1988 og Fjóla, f. 1925, d. 2014....
Meira
31.08.2015 - 13:03 | Hallgrímur Sveinsson

Spekingarnir á Þingeyri: - Það verður svona veður til jóla!

Íþróttamiðstöðin á Þingeyri með pástöðinni í heita pottinum.
Íþróttamiðstöðin á Þingeyri með pástöðinni í heita pottinum.

Spekingarnir í Morgunklúbbnum í heita pottinum á Þingeyri hafa nú gefið út langtímaveðurspá. Þar kemur fram að veður verði nákvæmlega svona til jóla eins og það er í dag, með vissum skekkjumörkum og fráhvarfseinkennum.


   Veðurvitar þessir byggja spár sínar á gangi himintungla og Almanak Þjóðvinafélagsins er þeirra bók. Þeir segja að Höfuðdagurinn hafi verið á laugardaginn og mikið mark sé á honum takandi, en  almenningur er eiginlega búinn að gleyma þeim degi og áhrifum hans segja þeir.

...
Meira
Jón Sigurðsson fyrir framan hljóðfærin frá því í fréttinni  í sumar, 2. júli, Fréttablaðið.
Jón Sigurðsson fyrir framan hljóðfærin frá því í fréttinni í sumar, 2. júli, Fréttablaðið.
« 1 af 2 »

Í sumar komur rúmlega 1000 gestir í Hljóðfærasafn Jóns Sigurðssonar, sem staðsett var í gamla Verslunarfélagshúsinu á Þingeyri, seinna Kranakjör o. fl.


   Meiri hluti gestanna var útlendingar að sögn Jóns. Meðal þeirra voru meira að segja heimsfrægar leikkonur frá Hollywood og allt. Má nefna Geenu Davis í því sambandi. 

...
Meira
30.08.2015 - 21:33 | Hallgrímur Sveinsson

Metsala í Koltru í sumar

Gunnar og Sigurveig  frá Nesi voru að skoða varninginn í Koltru með veskið á lofti þegar við smelltum þessari mynd af þeim. Smá rabb um liðna tíma fylgdi með. Vettlingarnir eru sko flottir! Ljósm.: H. S.
Gunnar og Sigurveig frá Nesi voru að skoða varninginn í Koltru með veskið á lofti þegar við smelltum þessari mynd af þeim. Smá rabb um liðna tíma fylgdi með. Vettlingarnir eru sko flottir! Ljósm.: H. S.
« 1 af 2 »

Ragnheiðar Önnudóttir var nýlega kjörin formaður í handverkshópnum Koltru á Þingeyri. Tók hún við því starfi af Borgnýju Gunnarsdóttur sem gegnt hefur því af mikilli prýði í fjölda ára. Í stjórninni með Ragnheiði eru þær Ásta Kristinsdóttir, Margrét Guðjónsdóttir, Valdís Bára Kristjánsdóttir og Marsibil Kristjánsdóttir.


Að sögn Ragnheiðar hefur verið metsala í prjónlesi og öðrum vörum hjá þeim í sumar í Salthúsinu. 

...
Meira
28.08.2015 - 08:35 | Morgunblaðið,BIB

Á ballið mætir rjómi bænda á Vestfjörðum

Björn Birkisson og Helga Guðný Kristjánsdóttir, sem búa í Botni í Súgandafirði, hafa borið þungann af undirbúningi Rjómaballs. Ljósm.: Morgunblaðið.
Björn Birkisson og Helga Guðný Kristjánsdóttir, sem búa í Botni í Súgandafirði, hafa borið þungann af undirbúningi Rjómaballs. Ljósm.: Morgunblaðið.
« 1 af 3 »

• Uppskeruhátíð bænda vestra verður á Núpi um helgina - (á helginni)


 


„Rjómaballið er staðfesting þess að maður sé manns gaman. Mætingin er jafnan góð, en þarna kemur fólk úr sveitum víða á Vestfjörðum, innan úr Ísafjarðardjúpi og sunnan frá Breiðafirði og mætist á miðri leið,“ segir Helga Guðný Kristjánsdóttir í Botni í Súgandafirði. Hún er í undirbúningsnefnd vegna Rjómaballsins, sem er uppskeruhátíð bænda á norðanverðum Vestfjörðum. Það verður haldið að Núpi í Dýrafirði síðasta laugardag í ágúst eins og hefð er fyrir.


 


Slætti ekki lokið

...
Meira
Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31