Fannirnar á Snæfjallaströndinni 31. ágúst 2015
Þeir smelltu mynd af Snæfjallaströndinni.
Hér geta menn séð fannirnar þar svart á hvítu. Þetta eru alveg svakalegir skaflar segja kunnugir.
Ströndin sú ber nafn með rentu....
Meira
Fyrstur er Pétur Pétursson læknir:
...Spekingarnir í Morgunklúbbnum í heita pottinum á Þingeyri hafa nú gefið út langtímaveðurspá. Þar kemur fram að veður verði nákvæmlega svona til jóla eins og það er í dag, með vissum skekkjumörkum og fráhvarfseinkennum.
Veðurvitar þessir byggja spár sínar á gangi himintungla og Almanak Þjóðvinafélagsins er þeirra bók. Þeir segja að Höfuðdagurinn hafi verið á laugardaginn og mikið mark sé á honum takandi, en almenningur er eiginlega búinn að gleyma þeim degi og áhrifum hans segja þeir.
...Í sumar komur rúmlega 1000 gestir í Hljóðfærasafn Jóns Sigurðssonar, sem staðsett var í gamla Verslunarfélagshúsinu á Þingeyri, seinna Kranakjör o. fl.
Meiri hluti gestanna var útlendingar að sögn Jóns. Meðal þeirra voru meira að segja heimsfrægar leikkonur frá Hollywood og allt. Má nefna Geenu Davis í því sambandi.
...Ragnheiðar Önnudóttir var nýlega kjörin formaður í handverkshópnum Koltru á Þingeyri. Tók hún við því starfi af Borgnýju Gunnarsdóttur sem gegnt hefur því af mikilli prýði í fjölda ára. Í stjórninni með Ragnheiði eru þær Ásta Kristinsdóttir, Margrét Guðjónsdóttir, Valdís Bára Kristjánsdóttir og Marsibil Kristjánsdóttir.
Að sögn Ragnheiðar hefur verið metsala í prjónlesi og öðrum vörum hjá þeim í sumar í Salthúsinu.
...„Rjómaballið er staðfesting þess að maður sé manns gaman. Mætingin er jafnan góð, en þarna kemur fólk úr sveitum víða á Vestfjörðum, innan úr Ísafjarðardjúpi og sunnan frá Breiðafirði og mætist á miðri leið,“ segir Helga Guðný Kristjánsdóttir í Botni í Súgandafirði. Hún er í undirbúningsnefnd vegna Rjómaballsins, sem er uppskeruhátíð bænda á norðanverðum Vestfjörðum. Það verður haldið að Núpi í Dýrafirði síðasta laugardag í ágúst eins og hefð er fyrir.