Af Rjómaballinu og Guðna
„Ég sendi skáldunum orð vegna Rjómaballsins. Skáldin glöddu Eyfirðinga með kveðskap á Handverkshátíðinni, ekki síst um fuglahræðu-þemað. Nú stjórnaði ég Rjómaballinu á Núpi, uppskeruhátíð vestfirskra bænda, í umboði Helgu Guðnýjar Kristjánsdóttur, bónda í Botni. Ég bar saman Rjómann og drulluna á Mýrarboltanum, rjóminn er góður og gleður en drullan er verri og viðbjóðsleg. Rjóminn og skyrið sem menn sletta eru dásamlegar afurðir kýrinnar. Það lífgar upp á mig að fá vísu, sagði ég skáldunum, og vestfirskir bændur gleðjast þegar skáldin yrkja.
Fyrstur er Pétur Pétursson læknir:
bagar Guðna hugarþel,
en ljótur þingsins leðjuslagur
líkaði honum bara vel.
Og Pétur aftur:
þótt græðgi rugli þankana.
Ég vona að Helga hleypi ekki
honum í mjólkurtankana.
Helga Guðný Kristjánsdóttir í Botni svaraði þá Pétri:
gaukar að vísum penum.
En drottinn má vita hvort drengurinn nær
dropa úr steingeldum spenum.
Enn kom Pétur með vísu:
vestur á fjörðum er á randi,
og eykur sína fornu frægð
með fíflaskap og rjómablandi.
Nú kom Jón Kristjánsson mér til varnar og yrkir í minn orðastað:
á óhróðrinum stöðugt klifar,
til mín ennþá skammir skrifar
skottulæknirinn að norðan.
Og loks orti Halldór Blöndal mér til varnar.
augnablikið karl nam góma.
Orða-konfekt á hann nóg
– auðvitað með skyri og rjóma!“
Þetta er gott bréf frá Guðna og gefur tilefni til að rifja upp limru eftir sr. Hjálmar Jónsson um þau hjónin Guðna og Margréti Hauksdóttur:
gæska hans hvarvetna sést,
þótt elski hann kýr
og allskonar dýr
þá elskar hann Margréti mest.
Halldór Blöndal
Morgunblaðið þriðjudagurinn 1. september 2015.