A A A
  • 1958 - Helga Sigurrós Bergsdóttir
  • 1976 - Gunnar Ragnar Hjartarson
  • 1993 - Karín Mist Kjerúlf
Núpur í Dýrafirði. Ljósm.: BIB
Núpur í Dýrafirði. Ljósm.: BIB
« 1 af 2 »
Eigendur Hótels Núps í Dýrafirði hafa boðið Eygló Harðardóttur velferðarráðherra að nýta Núp í Dýrafirði til að taka á móti flóttamönnum frá Sýrlandi. Mikill þungi er í samfélaginu vegna ástandsins í Sýrlandi og á landamærum Evrópu þar sem fjöldi fólks deyr á hverjum degi við að reyna að flýja stríðið í Sýrlandi. Ríkisstjórnin áætlar að taka á móti 50 flóttamönnum og finnst mörgum það lítið miðað við umfang vandans. Mikil virkni er á Facebooksíðunni Kæra Eygló – Sýrland kallar þar sem fólk býður fram húsaskjól og aðra aðstoð við móttöku á flóttamönnum. 

Guðmundur H. Helgason, hótelstjóri á Núpi segir að Ásta Hafberg aðstoðarhótelstjóri hafi átt frumkvæðið að hugmyndinni. „Hún bar þetta undir okkur bræður og við sáum þessu ekki neitt til fyrirstöðu, en við gerum þetta ekki ein, ríki og sveitarfélög verða að vera með okkur,“ segir Guðmundur. 

Hann segir að Núpur standi að mestu leyti tómur í vetur. „Það gæti verið hægt að taka á móti 30 konum með 50-60 börn og ekkert endilega bara konum, ég ímynda mér bara að neyðin sé mest hjá einstæðum konum. Hér eru herbergi og kennslustofur og mötuneyti og allt til alls,“ segir hann. 

Hann sér fyrir sér að Núpur gæti verið fyrsta stopp þar sem flóttafólk fær nokkurs konar neyðaraðstoð og fyrstu kennslu í málinu. „Svo væri komið að sveitarfélögunum á Vestfjörðum. Þau gætu tekið fólkið að sér að í hlutfalli við stærð byggðarlaganna,“ segir Guðmundur.

Hann segir að Ásta hafi sent Eygló Harðardóttur póst með tilboðinu og jafnframt hefur hún rætt við Örnu Láru Jónsdóttur, formann bæjarráðs Ísafjarðarbæjar. 
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31