Franski grafreiturinn innan Haukadals. Sér yfir að Núpi.
Horft fram Haukadal, sólin bak við Kolturshorn.
Hamrakór á leiðinni út í Keldudal.
Arnarnúpur.
Spurt til vegar í Keldudal.
Hraun og Hraunskirkja. Hundshorn í baksýn.
Hrafnholur. Það fer ekki mikið fyrir veginum hans Ella. Virðist vera gróinn inn í landslagið.
Veturgömul ær frá Berta í Hólum stödd á Keldudalsbökkum. Sáum annars töluvert af fé víðs vegar.
Horft til Skaga.
Logn var veðurs í Dýrafirði í dag, laugardag 10. október 2015.
Stóð loft og sjór. Sólskin um allan fjörð. Farið var í Keldudal í rannsóknarskyni. Nokkrar myndir voru teknar og segja þær meira en mörg orð.
Ljósm. tók Hallgrímur Sveinsson.