13.10.2015 - 07:25 | BIB,Morgunblaðið
13. október 1987 - Kýr synti yfir Önundarfjörð
Kýr synti yfir Önundarfjörð, frá Flateyri að Kirkjubóli í Valþjófsdal þann 13. október 1987.
Hún hafði verið leidd til slátrunar en reif sig lausa og lagðist til sunds. Kýrin hét Harpa en eftir afrekið var hún kölluð Sæunn.
Á sjómannadaginn árið eftir eignaðist hún kálf sem nefndur var Hafdís.
Morgunblaðið þriðjudagurinn 13. október 2015 - Dagar Íslands - Jónas Ragnarsson