A A A
  • 1949 - Guðberg Kristján Gunnarsson
  • 1962 - Unnur Cornette Bjarnadóttir

"Þetta sama sumar, er þeir Guðmundur Justsson og Sólon í Slunkaríki voru með Ameríkönum, bar eitt sinn svo til, að þeir skyldu vinna við affermingu á allmörgum rafabeltistunnum. Þótti Ameríkönum þeir félagar svifaseinir, en vissu að þá skorti ekki afl eða harðfengi. Kallaði stýrimaður heldur harkalega til þeirra félaga, og bað þá flýta sér með affermingu á tunnunum. Þeir félagar hafa sennilega ályktað sem svo, að illt væri að eggja ofstopamanninn, og tóku ráð saman að ekki skyldi á þeim standa. Tunnurnar sem afferma skyldi voru í fiskstíunum á þilfarinu. Átti að vinda þær á spili út í uppskipunarbátinn.

     Þeir Guðmundur og Sólon skiptu þannig verkum, að Sólon svipti tunnunum úr fiskstíunum út á þilfarið, þar tók Guðmundur við tunnunum og rétti þær á löggunum upp yfir öldustokk skipsins og kallaði til þeirra, sem á uppskipunarbátnum voru, að taka nú við. En þeim varð felmt, er fyrsta tunnan kom í ljósmál, og lögðu frá. Guðmundur tók þá tunnuna aftur inn á þilfarið, og sá enginn að hann tæki nærri sér." (Arngrímur Fr. Bjarnason skráði)

 

Meðf. myndir eru úr bókinni Undir miðnætursól eftir Jóhann Diego sem Vestfirska forlagið gaf út fyrir nokkrum árum og fjallaði um lúðuveiðar Ameríkana hér við land. Þær sýna lífið um borð í hinum hraðsigldu amerísku skonnortum.

« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31