26.11.2015 - 19:37 | Hallgrímur Sveinsson
Gamla myndin: - Jónas Ólafsson að berjast í atvinnumálunum
Myndin er tekin á neyðarfundi í Félagsheimilnu á Þingeyri 3. janúar 1997. Þá stóð yfir rétt ein krísan í atvinnumálum Þingeyrar. Jónas Ólafsson í ræðustól. Oft mátti hann berjast í þeim málum fyrir Þingeyrarhrepp, einkum seinni hluta starfstíma síns sem sveitarstjóri og oddviti. Þeim störfum gegndi hann í áratugi. Var á tímabili elsti starfandi sveitarstjóri landsins.
Hann var farsæll maður í sínu starfi.