A A A
  • 1954 - Fríður Jónsdóttir
  • 1957 - Sigurður Rúnar Jónsson
25.11.2015 - 08:41 | Vestfirska forlagið

Á hjara veraldar komin út hjá Vestfirska forlaginu.

Á hjara veraldar Heimildasögur nefnist bók sem er nýkomin út hjá Vestfirska forlaginu.

Guðlaugur Gíslason frá Steinstúni tók saman:

Það var enginn barnaleikur að búa á afskekktustu jörðum þessa lands áður og fyrr. Þar voru Hornstrandir  og nágrenni líklega sér á báti. Eitt var það sem ekki varð undan vikist, og það var að flytja lík til greftrunar. Það var líka þung kvöð sem lá á fólki að sækja kirkju og taka þátt í helgihaldi safnaðarins, en fjarlægðin og óblíð náttúra bönnuðu.

   Í Þjóðskjalasafni Íslands hafa nýlega komið í leitirnar meira en tveggja alda gömul skjöl, sem hafa legið þar óhreyfð öll þessi ár. Bréfin greina frá viðskiptum og kærumálum á hendur Jóni Árnasyni bónda í Skjaldabjarnarvík á Ströndum við kirkjunnar þjóna vegna „kirkjuforsómunar,“ sem prestarnir nefndu svo, og gengu alla leið til Skálholtsbiskups. Þar fundust líka bréf frá sama tíma, vegna eftirmála, sem urðu útaf greftrun Hallvarðs Hallssonar, þá húsmanns í Skjaldabjarnarvík, en hann var grafinn þar í túninu án vitundar prests og án yfirsöngs. Þá er einnig sagt frá kærumálum vegna dráttar sem varð á að koma líki vinnukonu í Skjaldabjarnarvík  til greftrunar í Árnesi. Svo er farið um víðan völl.

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31