A A A
  • 1921 - Þorlákur Ó Snæbjörnsson
  • 1956 - Sigrún Guðmundsdóttir
08.10.2018 - 08:26 | Hallgrímur Sveinsson

Smalamennskur á fullu í Vestfirsku Ölpunum

Þetta er nú hann Sigurður Þorkell Vignir frá Ketilseyri með hvelpa tvo. Þeir verða ábyggilega góðir smalahundar með tímnum.
Þetta er nú hann Sigurður Þorkell Vignir frá Ketilseyri með hvelpa tvo. Þeir verða ábyggilega góðir smalahundar með tímnum.
« 1 af 4 »

Þessa dagana hefur allt verið á fullu í Vestfirsku Ölpunum. Það er smalað, smalað og smalað. Þar er sko ekkert verið að dunda neitt, enda menn sem kunna til verka. Á Hófsárdal, Gljúfrárdal, Þorbjarnardal, Hrafnseyrardal og inndölum hans Geldingadal og Hauksdal, Húsadal, Tjaldanesdal, Baulhúsadal, Krákudal, Stapadal, Lokinhamradal, Dalsdal og Hafnardal. Dýrafjarðamegin í Kjaransstaðadal, Ketilseyrardal, Brekkudal, Geldingadal, Galtardal, Kirkjubólsdal, Meðaldal, Haukadal, Eyrardal og Keldudal. Úff! Maður verður bara hálf ringlaður ef maður nefnir fleiri dali! 

Um síðustu helgi var smalað í Haukadal. Þar voru smalarnir á öllum aldri, allt frá eins árs upp í 78 ára. Og allt gekk eins og í lygasögu í frábæru veðri. Miðbæjarkallinn, sem er yfirmaður á þeim slóðum til sjós og lands, var bara mjög ánægður. Sama mátti segja um Friðbert Jón, stórbónda í Hólum.

Formaður Fyrirstöðufélagsins í Eyjum, Þorbergur þari, var mættur á svæðið. Var hann með sinn besta mann með sér, en það er auðvitað Dagbjartur Noregssmali. Hann er nú hirðmaður Haraldar kóngs stórbónda. Haraldur gæti vel verið íslenskur sauðfjárbóndi af gamla skólanum, eftir útliti og hátterni að dæma, enda náskyldur okkur. Sama má segja um spúsu hans, Sonju drottningu. Hún gæti þess vegna verið drífandi húsfreyja á hvaða bæ sem er hér hjá okkur. Mikil búkona og myndarleg.


Nú, nú. Meira seinna.


Hér fylgja með nokkrar myndir frá réttarhaldi á Auðkúlu, sem H. S. tók fyrir nokkrum árum.

Vinnubúðirnar í Dýrafirði
Vinnubúðirnar í Dýrafirði
« 1 af 4 »

Hér er samantekt af því helsta sem gerðist í viku 39 við vinnu Dýrafjarðarganga.

 

Byrjað var á lokastyrkingum í hægri vegg í göngunum. Bergboltum var komið fyrir á um 300 m kafla og sprautusteyptir voru 75 m áður en sementið kláraðist. Að auki var sprengt fyrir tengibrunnum við útskot B og H. 

 

Í syðsta hluta vegarins í Arnarfirði var sett niður eitt ræsi og neðra burðarlag lagt á um 350 m kafla. Öðru ræsi var komið fyrir í tengiveginum að Mjólkárvirkjun. Í Dýrafirði var haldið áfram með fyllingavinnu í veg.

 

Syðri stöpull brúarinnar yfir Mjólká var steyptur á miðvikudeginum.

 

Byrjað var að taka niður steypustöðina og undirbúa fyrir flutning norður í Dýrafjörðinn. Í Dýrafirði var unnið við uppsetningu á verkstæðistjöldum, skrifstofum og vinnubúðum.

25.09.2018 - 14:57 |

Frá Hreppsnefnd Auðkúluhrepps

Til hamingju með áfangann Metrostav og Suðurverk!


Á laugardaginn um kl. 17 sprengdi verktakinn síðustu færuna í göngunum Arnarfjarðarmegin og var slegið til mikillar matarveislu um kvöldið. Svo segir á bb.is.

Það síaðist út í morgun, að hreppsnefnd Auðkúluhrepps hafi haldið símafund í sveitasímanum á miðnætti í gærkvöld í tilefni þessara merku þáttaskila. Samþykkt var með öllum greiddum atkvæðum að færa verktökunum Metrostav og Suðurverki einlægar hamingjuóskir með áfangann. Hrópuðu hreppsnefndarmenn ferfalt húrra fyrir þessum köppum svo glumdi við í öllum símum í
hreppnum. Enda margir að hlusta!

Hallgr. Sveinsson.

24.09.2018 - 12:22 |

Garðagleði á Þingeyri

Pakkhúsið
Pakkhúsið
« 1 af 2 »

Þegar fréttaritari Þingeyrarvefsins átti leið um bæinn þá voru skrúðgarðyrkjumeistarinn Kristín, Heiðrún og Kópur við óða önn að hlaða vegg framan við pakkhúsið.

 

Hinn hlutann hlóð Kristín fyrir 10 árum síðan, og nú loks fékkst fjármagn til að klára verkið, en stefnt er að því að veggurinn verði klár fyrir lok vikunnar. Fyrirtæki Kristínar Garðagleði hefur hlaðið veggi og stéttir víða um land í sumar, en meðal annars gerðu þær svæðið við Dynjanda að því prýði sem það er í dag.

19.09.2018 - 22:20 |

Vika 37

« 1 af 3 »

Hér er samantekt af því helsta sem gerðist í viku 37 við vinnu Dýrafjarðarganga.

 

Í viku 37 voru grafnir 90,1 m í göngunum.


Lengd ganganna í lok viku 37 var 3.579,9 m sem er 67,5% af heildarlengd ganganna. Í lok vikunnar voru 105,3 m í hábunguna í göngunum.

 

Þunna rauða setlagið sem var að koma í ljós í lok síðustu viku reis upp eftir sniðinu eftir því sem lengra var farið og undir því er ágætis basalt. Farið var í gegnum berggang sem kvíslaðist stundum í tvær greinar.

 

Efnið úr göngunum var keyrt í fláafleyga næst munnanum. Unnið var við skeringar í syðsta enda vegarins.

 

Unnið var alla vikuna við járnabindingar á syðri stöpli Mjólkárbrúar.

 

Í Dýrafirði var haldið áfram með vegfyllingar og við að koma upp aðstöðu s.s. búðum og verkstæðum.

 

Unnið var við bergstyrkingar í forskeringunni og er búið að merkja fyrir munnanum.

 

Á meðfylgjandi myndum má sjá skeringu suður af Mjólkárvirkjun og mynd frá verktakanum sem sýnir staðsetningu munnans í Dýrafirði.

Þingeyrarakademían
Þingeyrarakademían

Ávarp til Alþingis frá Þingeyrarakademíunni:

 

Góðir alþingismenn


Þingeyrarakademían biður ykkur að íhuga vandlega eftirfarandi orð forseta Íslands við þingsetninguna:

   „Hvað er dýrmætara en heilsa og hamingja? Til hvers er fullveldi ef fólki líður illa? Hvað skiptir máli þegar allt kemur til alls?“ 

   Þessi orð forsetans ættu að vera ykkur leiðarljós. Eiturlyfin, kvíði, vanlíðan og einelti eru málefni dagsins. Við biðjum ykkur að röfla minna, kæru vinir. Þá hlustið þið betur hvert á annað. Gefið símanum frí í þingsalnum. Þar eru sömu lögmál og í skólastofunni.    Forgangsraðið fjárveitingum. Þeir sem nóg hafa þurfa ekki meira. Útrýmið fátækt með einu pennastriki. Og munið eftir þeim sem eru utangarðs! Dustið svo vitleysuna í burtu eins og Stefán Karl leikari ráðlagði okkur. Við tökum sterklega undir með þingkonunni Halldóru Mogensen:

   „Framtíðin getur ekki snúist um auðsöfnun og síaukna neyslu. Hún þarf að snúast um tilgang og réttláta og sjálfbæra velmegun. Læra meira, vinna meira, kaupa meira, flýta sér meira, meira — deyja. Er það furða að einstaklingar sem alast upp í slíku kerfi upplifi tilgangsleysi?“

   Takið svo lagið einstaka sinnum til að styrkja móralinn. 

  

Hvað er Þingeyrarakademían?

Þingeyrarakademían er stór hópur manna og kvenna sem stundar morgunsund og heita pottinn á Þingeyri. Þar eru ýmiskonar innanlands- og heimsvandamál rædd og jafnvel leyst. Þingeyrarakademían kemur til dyranna eins og hún er klædd.

Horft yfir Borgarfjörð úr Borgarhvilft, lengst til vinstri sést hvar nýja vegstæðið tengist inn á gamla veginn.
Horft yfir Borgarfjörð úr Borgarhvilft, lengst til vinstri sést hvar nýja vegstæðið tengist inn á gamla veginn.
« 1 af 5 »

Í viku 36 voru grafnir 36,2 m í Dýrafjarðargöngum, en auk þess voru grafnir rúmir 15 m í tvennum hliðargöngum, hvorum fyrir sig, þar verða tæknirými og snúningsútskot, þannig er heildarframvinda vikunnar í greftri samtals 66,8 m.

 

Lengd ganganna í lok viku 36 var 3.489,8 m sem er 65,8 % af heildarlengd. Í vikulokin voru 195,3 m í hábunguna.

 

Lokið var við bæði hliðarrýmin í útskoti H í vikunni og nú er grafið í hefðbundnu graftrarsniði fram að hábungu. Bergið var gott í vikunni, en undir lokin var  farið að sjást í þunnt rautt setlag og kargalag í botni ganganna.

 

Efnið úr göngunum var keyrt á haugsvæði, en einnig var fyllt í bráðabirgðatengingu frá syðri enda verkmarka inn á núverandi veg. Unnið var við mölun á 0-100 efni í efnishaug vestan við verkstæðið.

 

Klárað var að fylla að syðri sökkli í Mjólká og byrjað að slá upp fyrir syðri stöpli, búið var að einfalda í lok vikunnar og klárt fyrir járnabindingu í næstu viku.  

 

Í Dýrafirði er búið að leggja niður megnið af vinnubúðum verktaka, von er á frágangsgengi til að loka og ganga frá í næstu viku.  Einnig eru komnar tvær skrifstofueiningar upp á efsta plan ásamt sökkli fyrir eina skemmu á verkstæðisplani.  Unnið var við vegagerð úr Kjaransstaðanámu í áttina að jarðgangamunna, núverandi endi á vegi er kominn ca. Í st. 9.800.

 

Jón Haukur Steingrímsson

Vikuleg framvinda gangnavinnu Dýrafjarðarganga
Vikuleg framvinda gangnavinnu Dýrafjarðarganga
« 1 af 3 »

Í viku 35 voru grafnir 55,8 m í göngunum og er því lengd gangnanna í lok vikunnar orðin 3.453,6 m, eða 65,1 % af áætlaðri heildarlengd. Nú vantar aðeins 231,5 m í hábunguna í göngunum en þegar henni er náð munu öll vötn renna til Dýrafjarðar.

 

Byrjað var á útskoti H í vikunni en það er tæknirými og snúningsútskot. Í lok vikunnar var eftir ein færa áður en komið er aftur í venjulegt snið. Að auki var fyrsta færa sprengd í öðru hliðarrýminu í útskoti H.  Kubbabergið sem grafið hefur verið í undanfarið er komið upp fyrir þekju og er nú grafið í heillegu basalti.

 

Efnið úr göngunum var keyrt á haugsvæði til síðari nota. Unnið var við mölun á efni alla vikuna en efnið verður notað meðfram lögnum í göngunum.

 

Fyllt var að syðri sökklinum í Mjólká. Syðri sökkull nýju brúarinnar yfir Hófsá var steyptur á mánudeginum og klárað að slá upp fyrir nyrðri sökklinum og var hann tilbúinn undir steypu í lok vikunnar.  

 

Í Dýrafirði var unnið við skeringu og vegfyllingu ásamt vinnu við að koma rafmagni og ljósleiðara að tengipunkti við munna.

 

 

 

 

 

Eldri færslur
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31