A A A
Vinnubúðirnar í Dýrafirði
Vinnubúðirnar í Dýrafirði
« 1 af 4 »

Hér er samantekt af því helsta sem gerðist í viku 39 við vinnu Dýrafjarðarganga.

 

Byrjað var á lokastyrkingum í hægri vegg í göngunum. Bergboltum var komið fyrir á um 300 m kafla og sprautusteyptir voru 75 m áður en sementið kláraðist. Að auki var sprengt fyrir tengibrunnum við útskot B og H. 

 

Í syðsta hluta vegarins í Arnarfirði var sett niður eitt ræsi og neðra burðarlag lagt á um 350 m kafla. Öðru ræsi var komið fyrir í tengiveginum að Mjólkárvirkjun. Í Dýrafirði var haldið áfram með fyllingavinnu í veg.

 

Syðri stöpull brúarinnar yfir Mjólká var steyptur á miðvikudeginum.

 

Byrjað var að taka niður steypustöðina og undirbúa fyrir flutning norður í Dýrafjörðinn. Í Dýrafirði var unnið við uppsetningu á verkstæðistjöldum, skrifstofum og vinnubúðum.

« Apríl »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30